„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. september 2023 07:00 Halla Tómasdóttir forstjóri BTeam og fyrrum forsetaframbjóðandi segir hugrekkið búa í hjartanu en hugmyndin að bókinni hennar Hugrekki til að hafa áhrif, fékk hún fljótlega eftir forsetaframboðið árið 2016. Að heyra um líf og starf Höllu er ævintýri líkast. „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. „Þetta þýddi að ég varð einfaldlega kyrrsett í nokkra mánuði og kannski var þarna almættið að grípa í taumana því að eftir á að hyggja hefði það starf ekki verið hið rétta fyrir mig þótt það hafi virkað spennandi.“ Sumarið 2018 flutti Halla og fjölskylda til Bandaríkjanna þar sem Halla hóf störf sem forstjóri BTeam. „Ég fór í fjórtán atvinnuviðtöl áður en ég fékk þetta starf og þetta var án efa erfiðasta ráðningaferli sem ég hef farið í gegnum eða heyrt um,“ segir Halla og hlær. „Síðasta viðtalið var við Richard Branson stofnanda Virgin en hann spurði mig þó bara einnar spurningar.“ Og hver var hún? „Hann spurði einfaldlega: Hvað langar þig að gera? Sem er ótrúlega merkileg spurning því þegar þú hlustar á það hvernig umsækjandi svarar þessari spurningu, þá þarftu kannski ekkert að vita mikið meira.“ Hugrekkið til að vera við sjálf Á dögunum fagnaði Halla útgáfu bókarinnar Hugrekki til að hafa áhrif, sem Salka bókaútgáfa gefur út. Halla segist ekki aðeins hafa þá trú að innra með okkur öllum búi leiðtogi, heldur telur hún að hugrekki sé í raun til alls fyrst; hugrekkið sé það hreyfiafl sem leiðir til umbreytinga og framþróunar þar sem þess þarf. „Ég hef alltaf verið áhugasöm um forystu og framþróun en árið sem ég ökklabraut mig fór ég að velta enn meira fyrir mér þessum stóru áskorunum sem blasa við í heiminum sem og í lífi okkar flestra. Hvernig önnur nálgun í forystu er nauðsynleg til að sjá raunverulegar breytingar raungerast í okkar samfélagi,“ segir Halla þegar hún rifjar upp hvenær og hvernig hugmyndin að bókinni byrjaði að fæðast. „Þarna lá ég með löppina upp í loftið og velti fyrir mér stórum spurningum eins og hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélög að lifa og starfa í samræmi við sinn sannasta tilgang, hversu mikil orka leysist úr læðingi þegar við finnum leið til að gera gagn og láta gott af okkur leiða.“ En áður en lengra er haldið skulum við byrja á smá upprifjun. Því að eins og margir muna, var Halla ekki aðeins meðal þeirra níu einstaklinga sem kosið var um í forsetakosningunum árið 2016, heldur sú sem lenti í öðru sæti. Þar sem tæplega þriðjungur þjóðarinnar kaus Höllu. Fædd árið 1968, dóttir Kristjönu Sigurðardóttur þroskaþjálfa og Tómasar Björns Þórhallssonar pípulagningameistara. Halla á tvær systur, þær Helgu og Hörpu sem báðar starfa á leikskóla. Sem unglingur vann Halla í fiski á Neskaupsstað og á Djúpavogi, fór síðar til Bandaríkjanna sem skiptinemi og enn síðar lauk hún BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og mannauðsmál frá Auburn University í Alabama í Bandaríkjunum. Halla er með MBA gráðu í rekstrarhagfræði með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál og um tíma stundaði hún nám til doktorsgráðu í Bretlandi þar sem hún stundaði rannsóknir á leiðtogafræðum. Halla hóf leiðtogaferil sinn í Bandaríkjunum og vann hjá stórfyrirtækjunum M&M/Mars og Pepsi Cola. Á Íslandi muna margir eftir Höllu sem tók virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún leiddi meðal annars verkefnið Auður í krafti kvenna. Seinna var hún annar stofnenda Auðar Capital, fyrsta fjármálafyrirtækis í eigu kvenna, og eins var Halla ein af stofnendum Mauraþúfunnar; hópsins sem leiddi þjóðfundinn fræga sem haldinn var í Laugardalshöllinni haustið 2009. „Ég er enn þeirrar skoðunar að almenningur eigi að fá að koma meira að málum þegar við erum að taka stórar og mótandi ákvarðanir fyrir okkar samfélag,“ segir Halla. En það var ekki endilega bakgrunnur eða starfsframi Höllu sem skýrðu framúrskarandi árangur hennar í forsetakosningum. Heldur frekar það hugrekki og sú einlægni sem hún sýndi á meðan hún var í framboði. Í pistli sem Halla skrifaði á vefsíðuna sína haustið 2016 segir hún meðal annars um forsetaframboðið: „Þegar erfitt reyndist að ná athygli fjölmiðla ráðlögðu ýmsir mér að breyta mér, að segja ekki þetta heldur hitt, að hjóla í þennan og hinn, og svo framvegis. Ég er þakklát ykkur sem stóðuð mér næst og hvöttuð mig ávallt til að vera ég sjálf. Við náðum að fara í gegnum allt ferðalagið með jákvæðni og gleði.“ Enda stutt í jákvæðnina og brosið hjá konunni sem nú deilir sinni reynslu og sýn í bók um hugrekki og forystu til framtíðar, en Halla viðurkennir að hún sé hálf feimin við að kalla sjálfa sig rithöfund. Við tökum spjallið með Höllu. B Team starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags og sem forstjóri BTeam ferðast Halla víða um heiminn og hittir þá oftar en ekki heimsfrægt fólk. Halla var einn stofnenda Mauraþúfunnar á Íslandi sem stóð að þjóðfundinum fræga eftir búsáhaldarbyltinguna og er enn þeirrar skoðunar að almenningur á Íslandi ætti að fá að koma meira að stefnumótun fyrir framtíð Íslands. Hugrakkt fólk upplifir líka óöryggi B Team starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags og það er því ekki að undra að þegar Halla fór í atvinnuviðtölin fjórtán var hún að hitta fólk sem ekki aðeins teljast reynsluboltar sem leiðtogar, heldur eru stór nöfn á alþjóðavettvangi; Fyrrum forseti Írlands, stofnandi og forstjóri Salesforce, forstjóri Harley Davidson og IKEA og konan sem leiddi Parísarsamkomulagið eru meðal þeirra leiðtoga sem koma saman í B Team. Þetta voru engar smá kanónur sem ég var að hitta og auðvitað upplifði ég oft miklar efasemdir um eigið ágæti þegar að ég var að hitta þetta merkilega fólk. En það sem hvatti mig áfram var þessi sterka tilfinning sem ég hafði fyrir því að þetta væri rétta starfið fyrir mig og eitthvað sem ég fann í hjartanu að ég vildi gera.“ Þennan eldmóð fann Halla ekki síst vegna þess að hún hafði gefið sér góðan tíma í að velta fyrir sér eigin áttavita og hvað hún vildi helst gera við sitt líf. „Það er svo merkilegt að hvort sem við erum í fjallgöngum eða úti á sjó, finnst okkur sjálfsagt að nota áttavita. En þegar það kemur að okkar eigin lífi og starfsferli þá eigum við það flest til að bruna áfram án þess að velta fyrir okkur: Hver eru gildin mín, tilgangurinn minn, hvar liggur ástríðan mín….? Þegar að ég réði mig til B Team hlustaði ég fyrst og fremst á eigið hjarta, notaði minn áttavita til að velja hvað ég vildi gera við mitt líf.“ Halla er gift Birni Skúlasyni frumkvöðli og kokki og saman eiga þau börnin Auði Ínu og Tómas Bjart. „Auður Ína og Tómas Bjartur eru að verða 20 ára og 22 ára en þau voru bara 13 og 15 ára þegar ég var í forsetaframboði. Og það þarf sterk bein til að upplifa oft á tíðum óvægna opinbera umræðu um foreldri sitt eins og eru almennt í gangi um opinberar persónur“ segir Halla. „Til viðbótar við forsetakosningarnar höfðu börnin okkar farið í gegnum það að flytja oft á milli landa. Við höfum áður búið í Bandaríkjunum, í Bretlandi og í Danmörku. Þannig að ég væri ekki mennsk ef ég viðurkenndi ekki að mér fannst erfitt að taka samtalið við þau um að flytja til Bandaríkjanna,“ segir Halla. „Bjössi studdi mig í hvívetna, svo vel gift er ég. En Bjössi hafði líka sjálfur ákveðið að elta sinn draum. Það gerði hann þegar hann hætti að starfa í fjármálageiranum og ákvað að læra kokkinn í New York. Björn útskrifaðist sem heilsukokkur árið 2012 og var þá þegar með hugmyndir um nýsköpunarfyrirtæki sem hann langaði til að stofna í Bandaríkjunum.“ Samtalið var hins vegar erfitt þegar kom að börnunum. Enda grétum við mæðgurnar margar helgar saman fyrsta árið í New York því þá fór Auður Ína í gegnum ansi erfiða tíma og ég get ekki sagt að starfið hafi strax reynst mér auðvelt, þó það væri bæði áhugavert og lærdómsríkt.“ Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna sumarið 2018 og bjó þá fyrst í New York en nú á Löng eyju með bát við bryggju og segist Höllu hvergi líða betur en heima. Björn Skúlason eiginmaður Höllu rekur þar sprotafyrirtækið justbjorn en Auður Ína og Tómas Bjartur eru í háskólanámi. Sá allra dekraðasti á heimilinu segir Halla samt vera hundurinn Moli. Norræna fjölskylduhúsið við vatnið Fyrst um sinn bjó fjölskyldan í miðri New York borg en í dag býr fjölskyldan fyrir utan borgina og við sjóinn. „Ég viðurkenni alveg að stundum taka þessi ferðalög mikið á, ekki aðeins tímamismunurinn og álagið sem fylgir starfinu, heldur líka þessi fjarvera frá fjölskyldunni og heimilinu. Því að heima líður mér best.“ Halla segir fjölskyldu- og heimilislífið ytra vera komið í gott jafnvægi í dag. Auður Ína og Tómas eru í háskóla og Björn á fullu að byggja upp sprotafyrirtækið just björn sem markaðssetur kollagen fæðubótaefni úr fiskroði, . „Ég fékk þann heiður að vera stjórnarformaður fyrirtækisins hans Bjössa, sem er fyrst og fremst að hasla sér völl í Bandaríkjunum og nú styttist til dæmis í að just björn hefji sölu á sínum heilsuvörum á Amazon. En ég er líka afar stolt af Auði Ínu sem ákvað að nýta sér þessa erfiðu tíma sem hún gekk í gegnuum og valdi að læra sálfræði,“ segir Halla afar stolt. Tómas stundar nám í viðskiptafræði og spilar þar fótbolta af mikilli ástríðu. Sá allra dekraðasti á heimilinu er samt hundurinn Moli. Ég get oft ekki beðið eftir því að komast heim úr ferðalögum og skal alveg viðurkenna það að óþreyjan er þá oft mest að hitta og knúsa hann Mola. En hann er líka uppáhaldið hjá okkur öllum og mér er alveg sama hvað hver segir, Moli fær að sofa upp í og stundum fær hann meira að segja að sitja til borðs!“ Halla segir fjölskylduna meðvitaða um að njóta gæðastunda saman og þá finnst þeim ekki síst gott að sigla út á sjó, helst án símtækja. „Húsið okkar er kallað The Nordic House, eða Norræna húsið,“ segir Halla brosandi. „Sem Íslendingar erum við svo tengd við náttúruna og vatnið og við veljum gjarnan að njóta þess að vera bara hérna heima með okkar nánasta fólki. Bjössi er þekktur fyrir að elda alls kyns kræsingar og það eru ófáir sem eru með mikla matarást á honum Bjössa mínum. Krakkarnir vilja helst aldrei missa af föstudagspizzunni hans Bjössa, og við tökum ósjaldan á móti heilu fótboltaliði í mat.“ Stjórnarformaður BTeam er Jesper Brodin forstjóri en eitt þekktasti BTeam leiðtoginn er Richard Branson, sá hinn sami og tók síðasta atvinnuviðtalið við Höllu fyrir forstjórastarfið. Richard Branson spurði Höllu einnar spurningar í viðtalinu og spurði: Hvað vilt þú gera? Að hugsa heim til Íslands Halla segist oft hugsa heim til Íslands þegar hún er á ferðalögum hér og þar um heiminn. „Að mörgu leyti er ég enn að vinna að sömu hugmyndafræði og við sem stofnuðum Auði Capital aðhylltumst; að tala fyrir mikilvægi sjálfbærni og jafnrétti í rekstri fyrirtækja og forystu samfélaga. Það er hvorki björt framtíð fyrir fólk, né fyrirtæki ef við bætum ekki viðskiptahætti og berjum í bresti samfélagssáttmálans. Það að viðskipti snúist eingöngu um hámörkun arðs fyrir hluthafa er ekki hugsun sem fleytir okkur til framtíðar og það er kominn tími til að hugsa svo margt uppá nýtt og til þess þarf hugrekki.“ Og Halla bætir við: „Við verðum líka að átta okkur á því að ójöfnuður innan samfélaga sem og innan heimsins, er of mikill til að vera sjálfbær. Í Afríku búa til dæmis um 600 milljónir manna án orku en verða samt verst fyrir barðinu á loftlagsbreytingum sem skýrast af ofneyslu þjóða á norðurhveli jarðar. Á síðustu tveimur árum tók ríkasta 1 prósentið til sín nær tvisvar sinnum meiri auð en 99% íbúa jarðar, þetta er kerfi virkar vel fyrir þá sem eiga mikinn auð en illa fyrir alla aðra.“ Halla telur Ísland hafa mörg tækifæri til að verða leiðandi sem fyrirmynd á heimsvísu. „Ég hugsa oft til þess hvað við erum heppin sem fæðumst á Íslandi, með allar okkar náttúruauðlindir og hversu þakklát ég er fyrir að hafa alist upp á Íslandi, líklega er hvergi betra að vera kona. Margir horfa samt fram á erfiðan vetur, ekki síst vegna verðbólgu og hækkandi húsnæðislána. Er rétt að lofsyngja íslenskt samfélag í einu og öllu? ,,Alls ekki,“ svarar Halla skelegg. Það má margt bæta en ég fer viljandi varlega í að segja of mikið, verandi í svona mikilli fjarlægð frá Íslandi og tel mig líka langt frá því að vera með öll svörin. Hins vegar get ég alveg sagt að mér finnist margt mega endurskoða. Til dæmis set ég spurningar við þá hagfræði sem hér hefur verið rekin, sem gerir það að verkum að ungt fólk stendur frammi fyrir því að reyna að koma yfir sig þaki annaðhvort með verðtryggðum lánum eða ofurvöxtum. Hér held ég að sé mikilvægt að huga betur að málum langi okkur til að halda í okkar unga og hæfileikaríka fólk sem hefur valkosti um að búa og starfa hvar sem það vill.“ Halla segist oft hafa hugsað til Íslands þegar hún skrifaði bókina um Hugrekkið til að hafa áhrif. Því það þarf hugrekki til að breyta hlutunum og mér finnst ansi víða vanta langtímasýn fyrir Ísland. Ég nefni sem dæmi ferðaþjónustuna, hvalveiðar, loftlagsmálin, innflytjendamálin og fleira. Hér rekur margt á reiðanum en ég myndi svo sannarlega frekar hvetja okkur til að sýna það hugrekki sem til þarf til að móta okkur langtímasýn og leyfa þá þjóðinni að taka þátt í þeirri stefnumótun. Ég hef áhyggjur af því að gerum við það ekki, þá muni þróunin hér geta nálgast þá sundrungu sem nú er að finna í bandarísku samfélagi og er ekki til eftirbreytni.“ Halla segir hugrekki þurfa til að breyta hlutunum. Ekki aðeins til þess að elta drauma sína heldur líka í þágu góðs fyrir samfélagið. Halla setur til dæmis spurningu við þá hagfræði sem rekin er á Íslandi þar sem verðtrygging og ofurvextir tíðkast og hefur einnig áhyggjur af því að hér geti óbreytt ástand leitt til sundrungu eins og í Bandaríkjunum eða að Ísland missi frá sér unga fólkið. Að þjálfa hugrekkið okkar Halla er stödd á Íslandi í nokkra daga til að kynna bókina; Fyrir frumvöðlum, fyrirtækjum og ýmsum félagasamtökum. Í bókinni deilir Halla reynslu úr lífi og starfi og segir jafnframt fjölmargar sögur af fyrirtækjum og fólki sem hafa virkjað krafta sína til góðra verka. Hún deilir jafnframt spurningum og verkefnum með lesendum með það markmið að hjálpa þeim að virkja sitt hugrekki til jákvæðra áhrifa. „Ég spyr líka spurninga. Einn kaflinn í bókinni heitir til dæmis Hvað langar þig að gera? Sem er spurningin sem Richard Branson spurði mig í lokaviðtalinu fyrir B Team starfið.“ Halla segir það hafa verið mikilvægt atriði fyrir sig persónulega að gefa bókina fyrst út á íslensku. „Mér fannst strax mikilvægt að skrifa bókina á íslensku og gefa hana fyrst út hér heima. Mér þykir vænt um okkar tungu og þá staðreynd að við erum mikil bókaþjóð. Ég vildi byrja heima.“ Halla segist líka oft tala um hugrekki sem hópíþrótt. „Mér finnst mjög gaman að tala um hugrekki sem hópíþrótt. Því ég hef séð að hugrekki getur verið smitandi og vex gjarnan hraðar í hóp. Þegar fólk kemur saman og leyfir sér að vera hugrakkt og virkja leiðtogann innra með sér þá geta heildaráhrifin fyrir þjóðina og samfélagið skipt sköpum. Og þegar við þjálfum hugrekkið, vex sjálfstraustið sem til þarf til að móta okkar líf og samfélag í takt við það sem við helst þráum og þurfum .“ Þá er hún ófeimin við að einlægnina og að vera hún sjálf. „Einn kaflinn talar til dæmis um mátt hjartans. Hvað hjartað er að segja okkur og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að hlusta á það. Og mér er alveg sama þótt það séu einhverjir þarna úti sem hneykslast á því. Því að mínu mati felst mikið hugrekki í því að þora að hlusta á og fylgja hjarta sínu.“ Halla rifjar til dæmis upp samtalið góða við Richard Branson sem sagt var frá í upphafi. „Ég var stödd á hótelherbergi í Singapore, nýbúin að halda þar TED fyrirlestur fyrir Cartier fyrirtækið. Mér er þá sagt að ég eigi von á símtali frá Richard Branson um forstjórastarfið og ég skal alveg viðurkenna að þegar hann sagði í lok símtalsins að þau væru heppin að fá mig, þá trúði ég varla því sem var að gerast. Því að þarna var ég í senn svo spennt en líka svo full efasemda um eigið erindi í þetta stóra starf,“ segir Halla. En hugrekkið býr í hjartanu og til að til að virkja það, þá þurfum við að sleppa tökum á taumhaldi hugans og tengja okkur betur við hjartað og hlusta á hvað það kallar á. Ég fann í hjartanu að þetta starf hjá B Team kallaði á mig, mig langaði meira að gera þetta en allt annað. Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu sem gaf mér þá orku, seiglu og einlægni sem þurfti til að koma mér í gegnum öll þessi fjórtán viðtöl og lenda árið sem ég varð fimmtug í draumastarfinu.“ Starfsframi Íslendingar erlendis Bókaútgáfa Stjórnun Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. 26. júní 2023 07:07 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þetta þýddi að ég varð einfaldlega kyrrsett í nokkra mánuði og kannski var þarna almættið að grípa í taumana því að eftir á að hyggja hefði það starf ekki verið hið rétta fyrir mig þótt það hafi virkað spennandi.“ Sumarið 2018 flutti Halla og fjölskylda til Bandaríkjanna þar sem Halla hóf störf sem forstjóri BTeam. „Ég fór í fjórtán atvinnuviðtöl áður en ég fékk þetta starf og þetta var án efa erfiðasta ráðningaferli sem ég hef farið í gegnum eða heyrt um,“ segir Halla og hlær. „Síðasta viðtalið var við Richard Branson stofnanda Virgin en hann spurði mig þó bara einnar spurningar.“ Og hver var hún? „Hann spurði einfaldlega: Hvað langar þig að gera? Sem er ótrúlega merkileg spurning því þegar þú hlustar á það hvernig umsækjandi svarar þessari spurningu, þá þarftu kannski ekkert að vita mikið meira.“ Hugrekkið til að vera við sjálf Á dögunum fagnaði Halla útgáfu bókarinnar Hugrekki til að hafa áhrif, sem Salka bókaútgáfa gefur út. Halla segist ekki aðeins hafa þá trú að innra með okkur öllum búi leiðtogi, heldur telur hún að hugrekki sé í raun til alls fyrst; hugrekkið sé það hreyfiafl sem leiðir til umbreytinga og framþróunar þar sem þess þarf. „Ég hef alltaf verið áhugasöm um forystu og framþróun en árið sem ég ökklabraut mig fór ég að velta enn meira fyrir mér þessum stóru áskorunum sem blasa við í heiminum sem og í lífi okkar flestra. Hvernig önnur nálgun í forystu er nauðsynleg til að sjá raunverulegar breytingar raungerast í okkar samfélagi,“ segir Halla þegar hún rifjar upp hvenær og hvernig hugmyndin að bókinni byrjaði að fæðast. „Þarna lá ég með löppina upp í loftið og velti fyrir mér stórum spurningum eins og hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélög að lifa og starfa í samræmi við sinn sannasta tilgang, hversu mikil orka leysist úr læðingi þegar við finnum leið til að gera gagn og láta gott af okkur leiða.“ En áður en lengra er haldið skulum við byrja á smá upprifjun. Því að eins og margir muna, var Halla ekki aðeins meðal þeirra níu einstaklinga sem kosið var um í forsetakosningunum árið 2016, heldur sú sem lenti í öðru sæti. Þar sem tæplega þriðjungur þjóðarinnar kaus Höllu. Fædd árið 1968, dóttir Kristjönu Sigurðardóttur þroskaþjálfa og Tómasar Björns Þórhallssonar pípulagningameistara. Halla á tvær systur, þær Helgu og Hörpu sem báðar starfa á leikskóla. Sem unglingur vann Halla í fiski á Neskaupsstað og á Djúpavogi, fór síðar til Bandaríkjanna sem skiptinemi og enn síðar lauk hún BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og mannauðsmál frá Auburn University í Alabama í Bandaríkjunum. Halla er með MBA gráðu í rekstrarhagfræði með áherslu á alþjóðleg samskipti og tungumál og um tíma stundaði hún nám til doktorsgráðu í Bretlandi þar sem hún stundaði rannsóknir á leiðtogafræðum. Halla hóf leiðtogaferil sinn í Bandaríkjunum og vann hjá stórfyrirtækjunum M&M/Mars og Pepsi Cola. Á Íslandi muna margir eftir Höllu sem tók virkan þátt í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún leiddi meðal annars verkefnið Auður í krafti kvenna. Seinna var hún annar stofnenda Auðar Capital, fyrsta fjármálafyrirtækis í eigu kvenna, og eins var Halla ein af stofnendum Mauraþúfunnar; hópsins sem leiddi þjóðfundinn fræga sem haldinn var í Laugardalshöllinni haustið 2009. „Ég er enn þeirrar skoðunar að almenningur eigi að fá að koma meira að málum þegar við erum að taka stórar og mótandi ákvarðanir fyrir okkar samfélag,“ segir Halla. En það var ekki endilega bakgrunnur eða starfsframi Höllu sem skýrðu framúrskarandi árangur hennar í forsetakosningum. Heldur frekar það hugrekki og sú einlægni sem hún sýndi á meðan hún var í framboði. Í pistli sem Halla skrifaði á vefsíðuna sína haustið 2016 segir hún meðal annars um forsetaframboðið: „Þegar erfitt reyndist að ná athygli fjölmiðla ráðlögðu ýmsir mér að breyta mér, að segja ekki þetta heldur hitt, að hjóla í þennan og hinn, og svo framvegis. Ég er þakklát ykkur sem stóðuð mér næst og hvöttuð mig ávallt til að vera ég sjálf. Við náðum að fara í gegnum allt ferðalagið með jákvæðni og gleði.“ Enda stutt í jákvæðnina og brosið hjá konunni sem nú deilir sinni reynslu og sýn í bók um hugrekki og forystu til framtíðar, en Halla viðurkennir að hún sé hálf feimin við að kalla sjálfa sig rithöfund. Við tökum spjallið með Höllu. B Team starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags og sem forstjóri BTeam ferðast Halla víða um heiminn og hittir þá oftar en ekki heimsfrægt fólk. Halla var einn stofnenda Mauraþúfunnar á Íslandi sem stóð að þjóðfundinum fræga eftir búsáhaldarbyltinguna og er enn þeirrar skoðunar að almenningur á Íslandi ætti að fá að koma meira að stefnumótun fyrir framtíð Íslands. Hugrakkt fólk upplifir líka óöryggi B Team starfar á heimsvísu að því markmiði að leiða umbreytingu í viðskipta- og stjórnunarháttum í átt til betra samfélags og það er því ekki að undra að þegar Halla fór í atvinnuviðtölin fjórtán var hún að hitta fólk sem ekki aðeins teljast reynsluboltar sem leiðtogar, heldur eru stór nöfn á alþjóðavettvangi; Fyrrum forseti Írlands, stofnandi og forstjóri Salesforce, forstjóri Harley Davidson og IKEA og konan sem leiddi Parísarsamkomulagið eru meðal þeirra leiðtoga sem koma saman í B Team. Þetta voru engar smá kanónur sem ég var að hitta og auðvitað upplifði ég oft miklar efasemdir um eigið ágæti þegar að ég var að hitta þetta merkilega fólk. En það sem hvatti mig áfram var þessi sterka tilfinning sem ég hafði fyrir því að þetta væri rétta starfið fyrir mig og eitthvað sem ég fann í hjartanu að ég vildi gera.“ Þennan eldmóð fann Halla ekki síst vegna þess að hún hafði gefið sér góðan tíma í að velta fyrir sér eigin áttavita og hvað hún vildi helst gera við sitt líf. „Það er svo merkilegt að hvort sem við erum í fjallgöngum eða úti á sjó, finnst okkur sjálfsagt að nota áttavita. En þegar það kemur að okkar eigin lífi og starfsferli þá eigum við það flest til að bruna áfram án þess að velta fyrir okkur: Hver eru gildin mín, tilgangurinn minn, hvar liggur ástríðan mín….? Þegar að ég réði mig til B Team hlustaði ég fyrst og fremst á eigið hjarta, notaði minn áttavita til að velja hvað ég vildi gera við mitt líf.“ Halla er gift Birni Skúlasyni frumkvöðli og kokki og saman eiga þau börnin Auði Ínu og Tómas Bjart. „Auður Ína og Tómas Bjartur eru að verða 20 ára og 22 ára en þau voru bara 13 og 15 ára þegar ég var í forsetaframboði. Og það þarf sterk bein til að upplifa oft á tíðum óvægna opinbera umræðu um foreldri sitt eins og eru almennt í gangi um opinberar persónur“ segir Halla. „Til viðbótar við forsetakosningarnar höfðu börnin okkar farið í gegnum það að flytja oft á milli landa. Við höfum áður búið í Bandaríkjunum, í Bretlandi og í Danmörku. Þannig að ég væri ekki mennsk ef ég viðurkenndi ekki að mér fannst erfitt að taka samtalið við þau um að flytja til Bandaríkjanna,“ segir Halla. „Bjössi studdi mig í hvívetna, svo vel gift er ég. En Bjössi hafði líka sjálfur ákveðið að elta sinn draum. Það gerði hann þegar hann hætti að starfa í fjármálageiranum og ákvað að læra kokkinn í New York. Björn útskrifaðist sem heilsukokkur árið 2012 og var þá þegar með hugmyndir um nýsköpunarfyrirtæki sem hann langaði til að stofna í Bandaríkjunum.“ Samtalið var hins vegar erfitt þegar kom að börnunum. Enda grétum við mæðgurnar margar helgar saman fyrsta árið í New York því þá fór Auður Ína í gegnum ansi erfiða tíma og ég get ekki sagt að starfið hafi strax reynst mér auðvelt, þó það væri bæði áhugavert og lærdómsríkt.“ Fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna sumarið 2018 og bjó þá fyrst í New York en nú á Löng eyju með bát við bryggju og segist Höllu hvergi líða betur en heima. Björn Skúlason eiginmaður Höllu rekur þar sprotafyrirtækið justbjorn en Auður Ína og Tómas Bjartur eru í háskólanámi. Sá allra dekraðasti á heimilinu segir Halla samt vera hundurinn Moli. Norræna fjölskylduhúsið við vatnið Fyrst um sinn bjó fjölskyldan í miðri New York borg en í dag býr fjölskyldan fyrir utan borgina og við sjóinn. „Ég viðurkenni alveg að stundum taka þessi ferðalög mikið á, ekki aðeins tímamismunurinn og álagið sem fylgir starfinu, heldur líka þessi fjarvera frá fjölskyldunni og heimilinu. Því að heima líður mér best.“ Halla segir fjölskyldu- og heimilislífið ytra vera komið í gott jafnvægi í dag. Auður Ína og Tómas eru í háskóla og Björn á fullu að byggja upp sprotafyrirtækið just björn sem markaðssetur kollagen fæðubótaefni úr fiskroði, . „Ég fékk þann heiður að vera stjórnarformaður fyrirtækisins hans Bjössa, sem er fyrst og fremst að hasla sér völl í Bandaríkjunum og nú styttist til dæmis í að just björn hefji sölu á sínum heilsuvörum á Amazon. En ég er líka afar stolt af Auði Ínu sem ákvað að nýta sér þessa erfiðu tíma sem hún gekk í gegnuum og valdi að læra sálfræði,“ segir Halla afar stolt. Tómas stundar nám í viðskiptafræði og spilar þar fótbolta af mikilli ástríðu. Sá allra dekraðasti á heimilinu er samt hundurinn Moli. Ég get oft ekki beðið eftir því að komast heim úr ferðalögum og skal alveg viðurkenna það að óþreyjan er þá oft mest að hitta og knúsa hann Mola. En hann er líka uppáhaldið hjá okkur öllum og mér er alveg sama hvað hver segir, Moli fær að sofa upp í og stundum fær hann meira að segja að sitja til borðs!“ Halla segir fjölskylduna meðvitaða um að njóta gæðastunda saman og þá finnst þeim ekki síst gott að sigla út á sjó, helst án símtækja. „Húsið okkar er kallað The Nordic House, eða Norræna húsið,“ segir Halla brosandi. „Sem Íslendingar erum við svo tengd við náttúruna og vatnið og við veljum gjarnan að njóta þess að vera bara hérna heima með okkar nánasta fólki. Bjössi er þekktur fyrir að elda alls kyns kræsingar og það eru ófáir sem eru með mikla matarást á honum Bjössa mínum. Krakkarnir vilja helst aldrei missa af föstudagspizzunni hans Bjössa, og við tökum ósjaldan á móti heilu fótboltaliði í mat.“ Stjórnarformaður BTeam er Jesper Brodin forstjóri en eitt þekktasti BTeam leiðtoginn er Richard Branson, sá hinn sami og tók síðasta atvinnuviðtalið við Höllu fyrir forstjórastarfið. Richard Branson spurði Höllu einnar spurningar í viðtalinu og spurði: Hvað vilt þú gera? Að hugsa heim til Íslands Halla segist oft hugsa heim til Íslands þegar hún er á ferðalögum hér og þar um heiminn. „Að mörgu leyti er ég enn að vinna að sömu hugmyndafræði og við sem stofnuðum Auði Capital aðhylltumst; að tala fyrir mikilvægi sjálfbærni og jafnrétti í rekstri fyrirtækja og forystu samfélaga. Það er hvorki björt framtíð fyrir fólk, né fyrirtæki ef við bætum ekki viðskiptahætti og berjum í bresti samfélagssáttmálans. Það að viðskipti snúist eingöngu um hámörkun arðs fyrir hluthafa er ekki hugsun sem fleytir okkur til framtíðar og það er kominn tími til að hugsa svo margt uppá nýtt og til þess þarf hugrekki.“ Og Halla bætir við: „Við verðum líka að átta okkur á því að ójöfnuður innan samfélaga sem og innan heimsins, er of mikill til að vera sjálfbær. Í Afríku búa til dæmis um 600 milljónir manna án orku en verða samt verst fyrir barðinu á loftlagsbreytingum sem skýrast af ofneyslu þjóða á norðurhveli jarðar. Á síðustu tveimur árum tók ríkasta 1 prósentið til sín nær tvisvar sinnum meiri auð en 99% íbúa jarðar, þetta er kerfi virkar vel fyrir þá sem eiga mikinn auð en illa fyrir alla aðra.“ Halla telur Ísland hafa mörg tækifæri til að verða leiðandi sem fyrirmynd á heimsvísu. „Ég hugsa oft til þess hvað við erum heppin sem fæðumst á Íslandi, með allar okkar náttúruauðlindir og hversu þakklát ég er fyrir að hafa alist upp á Íslandi, líklega er hvergi betra að vera kona. Margir horfa samt fram á erfiðan vetur, ekki síst vegna verðbólgu og hækkandi húsnæðislána. Er rétt að lofsyngja íslenskt samfélag í einu og öllu? ,,Alls ekki,“ svarar Halla skelegg. Það má margt bæta en ég fer viljandi varlega í að segja of mikið, verandi í svona mikilli fjarlægð frá Íslandi og tel mig líka langt frá því að vera með öll svörin. Hins vegar get ég alveg sagt að mér finnist margt mega endurskoða. Til dæmis set ég spurningar við þá hagfræði sem hér hefur verið rekin, sem gerir það að verkum að ungt fólk stendur frammi fyrir því að reyna að koma yfir sig þaki annaðhvort með verðtryggðum lánum eða ofurvöxtum. Hér held ég að sé mikilvægt að huga betur að málum langi okkur til að halda í okkar unga og hæfileikaríka fólk sem hefur valkosti um að búa og starfa hvar sem það vill.“ Halla segist oft hafa hugsað til Íslands þegar hún skrifaði bókina um Hugrekkið til að hafa áhrif. Því það þarf hugrekki til að breyta hlutunum og mér finnst ansi víða vanta langtímasýn fyrir Ísland. Ég nefni sem dæmi ferðaþjónustuna, hvalveiðar, loftlagsmálin, innflytjendamálin og fleira. Hér rekur margt á reiðanum en ég myndi svo sannarlega frekar hvetja okkur til að sýna það hugrekki sem til þarf til að móta okkur langtímasýn og leyfa þá þjóðinni að taka þátt í þeirri stefnumótun. Ég hef áhyggjur af því að gerum við það ekki, þá muni þróunin hér geta nálgast þá sundrungu sem nú er að finna í bandarísku samfélagi og er ekki til eftirbreytni.“ Halla segir hugrekki þurfa til að breyta hlutunum. Ekki aðeins til þess að elta drauma sína heldur líka í þágu góðs fyrir samfélagið. Halla setur til dæmis spurningu við þá hagfræði sem rekin er á Íslandi þar sem verðtrygging og ofurvextir tíðkast og hefur einnig áhyggjur af því að hér geti óbreytt ástand leitt til sundrungu eins og í Bandaríkjunum eða að Ísland missi frá sér unga fólkið. Að þjálfa hugrekkið okkar Halla er stödd á Íslandi í nokkra daga til að kynna bókina; Fyrir frumvöðlum, fyrirtækjum og ýmsum félagasamtökum. Í bókinni deilir Halla reynslu úr lífi og starfi og segir jafnframt fjölmargar sögur af fyrirtækjum og fólki sem hafa virkjað krafta sína til góðra verka. Hún deilir jafnframt spurningum og verkefnum með lesendum með það markmið að hjálpa þeim að virkja sitt hugrekki til jákvæðra áhrifa. „Ég spyr líka spurninga. Einn kaflinn í bókinni heitir til dæmis Hvað langar þig að gera? Sem er spurningin sem Richard Branson spurði mig í lokaviðtalinu fyrir B Team starfið.“ Halla segir það hafa verið mikilvægt atriði fyrir sig persónulega að gefa bókina fyrst út á íslensku. „Mér fannst strax mikilvægt að skrifa bókina á íslensku og gefa hana fyrst út hér heima. Mér þykir vænt um okkar tungu og þá staðreynd að við erum mikil bókaþjóð. Ég vildi byrja heima.“ Halla segist líka oft tala um hugrekki sem hópíþrótt. „Mér finnst mjög gaman að tala um hugrekki sem hópíþrótt. Því ég hef séð að hugrekki getur verið smitandi og vex gjarnan hraðar í hóp. Þegar fólk kemur saman og leyfir sér að vera hugrakkt og virkja leiðtogann innra með sér þá geta heildaráhrifin fyrir þjóðina og samfélagið skipt sköpum. Og þegar við þjálfum hugrekkið, vex sjálfstraustið sem til þarf til að móta okkar líf og samfélag í takt við það sem við helst þráum og þurfum .“ Þá er hún ófeimin við að einlægnina og að vera hún sjálf. „Einn kaflinn talar til dæmis um mátt hjartans. Hvað hjartað er að segja okkur og hversu mikilvægt það er fyrir okkur að hlusta á það. Og mér er alveg sama þótt það séu einhverjir þarna úti sem hneykslast á því. Því að mínu mati felst mikið hugrekki í því að þora að hlusta á og fylgja hjarta sínu.“ Halla rifjar til dæmis upp samtalið góða við Richard Branson sem sagt var frá í upphafi. „Ég var stödd á hótelherbergi í Singapore, nýbúin að halda þar TED fyrirlestur fyrir Cartier fyrirtækið. Mér er þá sagt að ég eigi von á símtali frá Richard Branson um forstjórastarfið og ég skal alveg viðurkenna að þegar hann sagði í lok símtalsins að þau væru heppin að fá mig, þá trúði ég varla því sem var að gerast. Því að þarna var ég í senn svo spennt en líka svo full efasemda um eigið erindi í þetta stóra starf,“ segir Halla. En hugrekkið býr í hjartanu og til að til að virkja það, þá þurfum við að sleppa tökum á taumhaldi hugans og tengja okkur betur við hjartað og hlusta á hvað það kallar á. Ég fann í hjartanu að þetta starf hjá B Team kallaði á mig, mig langaði meira að gera þetta en allt annað. Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu sem gaf mér þá orku, seiglu og einlægni sem þurfti til að koma mér í gegnum öll þessi fjórtán viðtöl og lenda árið sem ég varð fimmtug í draumastarfinu.“
Starfsframi Íslendingar erlendis Bókaútgáfa Stjórnun Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00 Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. 26. júní 2023 07:07 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00
Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. 21. ágúst 2023 07:00
Fædd 1970: Kynslóðin sem er þjökuð af samviskubiti enda kennt að klára allt „Ég er í aðra röndina mjög kröfuhörð á sjálfan mig en á hina vil ég bara gera skemmtilega hluti í lífinu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefanda, og skellihlær. 26. júní 2023 07:07
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00