Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2023 06:39 Myndir sem Vísir fékk sendar sýna mennina hátt uppi í möstrum skipanna. Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fréttastofa náði sambandi við slökkviliðið í morgun en var tjáð að verið væri að aðstoða lögreglu í ákveðnu verkefni og benti á hana. Ekki hefur náðst samband við lögreglu. Mótmælandi fylgist með aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sagði fyrir helgi að haldið yrði til veiða um leið og veður leyfði en eins og kunnugt er heimilaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðarnar í síðustu viku. Paul Watson, sem hefur barist gegn hvalveiðum í áratugi, hefur hins vegar á sama tíma lýst því yfir að hann muni gera allt í sínu valdi til að stöðva veiðarnar. Unnið er að því að reyna að ná mönnunum úr möstrunum.Vísir/Vilhelm Uppfært: Slökkviliðið og lögregla eru farin af vettvangi en mótmælendurnir enn uppi í möstrunum. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu sem virðist vera skrifuð af öðrum mótmælandanum. Samkvæmt sjónarvottum tók lögregla símann af honum þegar reynt var að ná honum niður. „Hinn 4. september 2023 kleif Anahita Babaei í hreiður mastursins á Hval 8 í friðsamlegum mótmælum til að koma í veg fyrir dráp á dýri í útrýmingarhættu; langreyð,“ segir í yfirlýsingunni en rétt er að geta þess að Babaei virðist vera í Hval 9. Þá segir að veiðarnar sé brot á bæði íslenskum og alþjóðlegum lögum. Vísað er til þeirrar niðurstöðu sérfræðinefndar að ekki sé hægt að standa mannúðlega að veiðunum og til þess að vinnuhópurinn sem var að störfum í sumar hafi ekki horft til niðurstöðu sérfræðingahópsins. Þær niðurstöður standi því óhaggaðar. View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) „Nærri 600 þúsund einstaklingar um allan heim hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á Ísland að binda enda á hvalveiðar og yfir 80 einstaklingar í kvikmyndaiðnaðinum hafa heitið því að starfa ekki á Íslandi ef veiðarnar halda áfram,“ segir einnig. Heimurinn glími nú við loftslagsvanda og hvalirnir séu þáttur í því að mannkynið lifi af. Engar skynsamlegar ástæður liggi því til grundvallar að halda veiðunum áfram. Veiðar stundaðar í ágóðaskyni hafi stuðlað að því að tegundir séu nú í útrýmingarhættu. Babaei segir ákvörðun matvælaráðherra hryggilega og að ekkert annað sé í stöðunni en að grípa til þessara úrræða. Ljósmyndari Vísis er á vettvangi.Vísir/Vilhelm Tengd skjöl Climb_the_mast_2PDF52KBSækja skjal
Hvalveiðar Hvalir Dýr Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira