Staðreyndir um Reynisfjöru Íris Guðnadóttir skrifar 4. september 2023 14:00 Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun