Sport

Karl­maður hand­tekinn í tengslum meinta líkams­á­rás sem Kea­ne varð fyrir

Aron Guðmundsson skrifar
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports Vísir/Samsett mynd

Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á meintri líkamsárás sem Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports, varð fyrir á Emirates leikvanginum í Norður-Lundúnum í gær.

Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá Metropolitan lögreglunni sem hefur málið til rannsóknar. Yfirheyrslur á manninum standa nú yfir.  Það er talkSPORT sem greinir frá vendingunum. 

Daily Mail greindi frá því í gær að stuðningsmaður Arsenal hafi skallað Keane á meðan leik Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð. Keane var sérfræðingur hjá Sky Sports á leiknum.

Stuðningsmaðurinn rakst á Keane þegar hann var að bíða eftir lyftu til að komast niður á völlinn. Hann skallaði gamla United-fyrirliðann og hitti hann í brjóstið og á kinnina en Keane slapp ómeiddur frá þessari uppákomu.

Micah Richards, félagi Keanes, tók í stuðningsmanninn en Keane var öllu rólegri og reyndi að fá Richards til að drífa sig niður á völl eins og sjá má í myndbrotinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×