Sport

Dag­skráin í dag: Konurnar í sviðs­ljósinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflavíkurkonur hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum í vetur og eru í öðru sæti Bónus deildarinnar.
Keflavíkurkonur hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum í vetur og eru í öðru sæti Bónus deildarinnar. Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum. Kvennakarfan er í algjöru aðalhlutverki í kvöld

Þrír leikir verða sýndir beint og þá verður öll sjöunda umferðin síðan gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi kvenna.

Dagurinn byrjar þó á heimsbikarmóti í borðtennis og endar á íshokkí frá Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.10 hefst þátturinn Bónus Körfuboltakvöld kvenna þar sem farið er yfir alla sjöundu umferðina.

Vodafone Sport

Klukkan 9.00 hefst útsending frá leik heimsbikarmóti í borðtennis.

Klukkan 00.05 er leikur Toronto Maple Leafs og Los Angeles Kings í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Bónus deildin

Klukkan 19.10 byrjar útsending frá leik Þórs Akureyrar og Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Bónus deildin 2

Klukkan 19.10 byrjar útsending frá leik Vals og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×