Erlent

Fengu loks leyfi til að fara úr eyðimörkinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Örtröðin er leðiðin frá hátíðarsvæðinu var opnuð í gær. Fólk varði allt að átta klukkustundum í röðinni.
Örtröðin er leðiðin frá hátíðarsvæðinu var opnuð í gær. Fólk varði allt að átta klukkustundum í röðinni. AP/Maxar

Hátíðargestir Burning Man í eyðimörkinni í Nevada í Bandaríkjunum fengu í gær loksins leyfi til að fara frá hátíðarsvæðinu eftir að hafa setið þar fastir vegna rigninga. Eyðimörkin breyttist í leðju vegna rigningarinnar og var ómögulegt að keyra venjulegum bílum af hátíðarsvæðinu.

Burning man er árleg hátíð sem haldin er í Nevada en tugir þúsunda koma þar saman og sækja meðal annars tónleika.

Áætlað var að um 73 þúsund manns væru á svæðinu þegar því var lokað en þó nokkrir lögðu það á sig að ganga þaðan, þó þau þurftu að ganga átta kílómetra í gegnum leðjuna. Í frétt héraðsmiðilsins Reno Gazette Journal segir að um hádegi í gær hafi um 64 þúsund manns verið á svæðinu.

Um klukkan tvö í gær, að staðartíma, voru vegirnir opnaðir þar sem talið var að jarðvegurinn hefði þornað nægilega vel svo hægt væri að keyra á honum. Í gærkvöldi var svo loks kveikt í brennunni en sú brenna fer yfirleitt fram á laugardagskvöldinu.

Langar biðraðir mynduðust strax í gærkvöldi og segir í frétt RGJ að fólk hafi þurft að bíða um átta tíma í röðinni af hátíðarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×