Mbl.is greinir frá. Jónas hafði verið við smalamennsku en erfiðlega gekk að komast til hans í Hagárdal. Ekki var hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda.
Miðillinn hefur eftir ekkju Jónasar að ekki sé rétt að hann hafi látist af slysförum. Orsök andláts hans séu ókunn.
Fjölskylda Jónasar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til viðbragðsaðila við gríðarlega erfiðar aðstæður. Jónas fæddist árið 1951. Hann var bóndi á Litla-Dal í Eyjafjarðarsveit og var fyrrverandi sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit og áður bæði í Hrísey og á Kjalarnesi.