Innlent

Nafn mannsins sem lést í Eyja­firði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Maðurinn var við smalamennsku þegar hann lést.
Maðurinn var við smalamennsku þegar hann lést.

Maðurinn sem lést í hlíðum Hag­ár­dals inn í Eyja­firði á laugar­dag hét Jónas Vig­fús­son. Jónas lætur eftir sig eigin­konu, tvær upp­komnar dætur og sjö barna­börn.

Mbl.is greinir frá. Jónas hafði verið við smala­mennsku en erfið­lega gekk að komast til hans í Hag­ár­dal. Ekki var hægt að nota þyrlu Land­helgis­gæslunnar vegna svipti­vinda.

Miðillinn hefur eftir ekkju Jónasar að ekki sé rétt að hann hafi látist af slys­förum. Or­sök and­láts hans séu ó­kunn.

Fjöl­skylda Jónasar vill koma á fram­færi inni­legu þakk­læti til við­bragðs­aðila við gríðar­lega erfiðar að­stæður. Jónas fæddist árið 1951. Hann var bóndi á Litla-Dal í Eyja­fjarðar­sveit og var fyrr­verandi sveitar­stjóri í Eyja­fjarðar­sveit og áður bæði í Hrís­ey og á Kjalar­nesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×