Langkvaldar langreyðar í boði stjórnvalda Ívar Örn Hauksson skrifar 6. september 2023 08:30 Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun