Hlýjasta sumarið á norðurhveli frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2023 10:23 Sjálfboðaliði á alþjóðlegum æskulýðsdegi reynir að kæla sig með lítilli handviftu á meðan hann bíður eftir að fagna Frans páfa í Portúgal í ágúst. AP/Armando Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“. Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Meðalhitinn í ágúst var 1,5 gráðu yfir viðmiðunartímabili fyrir iðnbyltingu samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofunni og Kópernikusarloftslagsþjónustu Evrópusambandsins. Markmið Parísaramkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu en mælt yfir áratugi, ekki einstaka mánuði. Ágúst var þriðji mánuðurinn í röð sem setur mánaðarhitamet. Hitinn í heimshöfunum var jafnframt sá mesti sem mæst hefur, nærri því 21 gráða. Hitamet hafa verið slegin í hafinu þrjá mánuði í röð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Hundadagar sumarsins gelta ekki bara heldur bíta. Loftslagshrun er hafið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðirnar, í yfirlýsingu um nýju mælingarnar. Tímabilið frá miðjum júlí til seinni hluta ágústs eru nefndir hundadagar. Heitið kemur frá Forn-Grikkjum sem tengdu sumarhita við hundastjörnuna Síríus sem byrjar að sjást á morgunhimni um þetta leyti samkvæmt íslenskri alfræðiorðabók. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er uggandi yfir þeim breytingum sem mannkynið veldur nú á loftslagi reikistjörnunnar.Vísir/EPA Í stórum hluta Mið-Evrópu og Skandinavíu var ágúst óvenjuvætusamur sem leiddi til flóða á sama tíma og miklir þurrkar sköpuðu aðstæður fyrir gróðurelda í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú í fyrstu viku september hefur aftakaúrkomu og flóð gert á Spáni og Grikklandi sem skrælnuðu í öflugum hitabylgjum fyrir skemmstu. Enn sem komið er stefnir árið í ár að verða það næsthlýjasta frá upphafi mælinga. Aðeins árið 2016, þegar áhrifa sterks El niño gætti, var hlýrra. Fornloftslagsfræðingar telja að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 120.000 ár. Orsökin fyrir hlýnun jarðar nú er gegndarlaus losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Veður Sameinuðu þjóðirnar Vísindi Tengdar fréttir Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57 Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 27. júlí 2023 20:57
Heitasti staki dagurinn frá upphafi mælinga Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu. 5. júlí 2023 09:50