Landsbankinn með 300 milljón evra útgáfu eftir að hafa setið af sér „storminn“
![Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.](https://www.visir.is/i/935565C81C307CA890C2C5A2B01611DDDBF53340432C4BBB54848A10D0623238_713x0.jpg)
Landsbankinn lauk í gær sölu í fyrsta sinn frá nóvember 2021 á ótryggðum almennum skuldabréfum í evrum. Fjármálamarkaðir hafa verið þungir á undanförnum misserum en aðgengi og fjármagnskjör hafa batnað mikið á undanförnum mánuðum, segir framkvæmdastjóri hjá bankanum.