Innlent

Hval­veiði­menn róa á miðin

Árni Sæberg skrifar
Hval 8 og 9 siglt úr höfn í Hvalfirði.
Hval 8 og 9 siglt úr höfn í Hvalfirði. snapshot-photography/B.Niehaus

Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 virðast vera lagðar af stað út á miðin.

Myndir úr Hvalfirði og vefmyndavél Faxaflóahafna við Grundartanga staðfesta þetta en ekki hefur náðst í Kristján Loftsson við vinnslu fréttarinnar.

Kristján sagði í samtali við fréttastofu í gær að veiðarfæri yrðu sótt inn í Hvalfjörð og lagt af stað á miðin í morgun. Það stóðst ekki og því má reikna með því að veiðar hefjist ekki fyrr en birta tekur í fyrramálið.

Hvalveiðimenn eru komnir að Grundartanga.Katla Rún Baldursdóttir

Það viðrar ekki vel til hvalveiða einmitt þessa stundina.Katla Rún Baldursdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×