„Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 23:42 Halla Helgadóttir er íbúi í hverfinu og segir hugmyndir sendiráðsins fjarstæðukenndar. Vísir/Einar Nágrannar sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við Sólvallagötu eru uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu segir hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins. Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins.
Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira