Erlent

Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ó­trú­legan hátt

Árni Sæberg skrifar
Hér má sjá Cavalcante klifra á milli veggja fangelsisins.
Hér má sjá Cavalcante klifra á milli veggja fangelsisins. Skjáskot/AP

Lögreglan í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur leitað logandi ljósi að Danelo Cavalcante, sem var nýverið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína, en slapp úr fangelsi í lok ágúst. Yfirvöld birtu í dag myndskeið af ótrúlegri flóttaaðferð hans.

Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og umfangsmikil leitaraðgerð hefur staðið yfir síðan. Á blaðamannafundi í dag fóru lögregluyfirvöld í Chester-sýslu yfir gang mála og lýstu því hvernig hann slapp.

Í myndskeiði frá AP fréttaveitunni má sjá hvernig Cavalcante klifraði á milli tveggja veggja og upp á þak fangelsisins og brot úr blaðamannafundinum.

Eftir að hafa komið sér upp á þakið braust hann í gegnum þykkan gaddavír, hljóp yfir þakið, klifraði upp girðingu og loks í gegnum meiri gaddavír.

Frá því að Cavalcante slapp fyrir viku síðan hefur nokkrum sinnum sést til hans en ekki hefur tekist að hafa hendur í hári hans enn sem komið er. Lögregluyfirvöld beita öllum tiltækum ráðum við leitina, þar á meðal leitarhundum og þyrlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×