Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2023 10:32 Valdimar og Hanna María eru sársvekkt út í lögregluna eftir atburðina í fyrrakvöld. Vísir/Arnar Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Lögreglan handtekur mig fyrir framan heimili mitt fyrir fíkniefnaakstur og segir að ég sé í annarlegu ástandi og fer með mig á lögreglustöðina. Ástæðan? Ég tók ADHD lyfin mín,“ sagði Valdimar sem lýsti kvöldinu í heild sinni. Þau Hanna lýsa því hvernig Hanna María hafi verið að láta renna í bað á heimili þeirra og hvernig Valdimar hafi ákveðið að skjótast út í búð að kaupa mjólk. Lögreglan hafi stoppað hann á leið heim vegna snarprar beygju sem hann tók inn götuna þar sem þau búa. „Það þýddi ekkert fyrir mig að vera kurteis og koma lögregluþjóninum í skilning um það að ég væri venjulegur maður sem væri með lyfseðil inni á Heilsuveru sem ég sýndi þeim þar sem kom fram heiti lyfsins og hvernig lyfið er skammtað, sem er ein tafla að morgni og ein tafla seinni partinn.“ Valdimar segir ekkert hafa gengið að koma vitinu fyrir lögreglumennina um að hann væri ekki í annarlegu ástandi. Hann hafi eytt deginum í starfi sínu sem málari við að mála lögreglustöðina hjá lögreglunni á Vesturlandi á Akranesi. Þar hafi hann átt yndisleg samskipti við lögregluna en svo allt öðruvísi samskipti um kvöldið við kollega þeirra á Suðurlandi. Bæði lýsa hjónin því að þau hafi ávallt borið mikið traust til lögreglunnar. „Ég var fluttur með blá blikkandi ljós í lögreglubíl til Selfoss og þegar ég spurði áður en við lögðum af stað hvort ég mætti tala við konuna mína var fyrsta svarið skýrt frá lögreglunni: Nei. Ég væri í annarlegu ástandi og væri handtekinn.“ Tíu mínútum síðar hafi lögreglumennirnir opnað gluggann á lögreglubílnum um nokkra sentímetra. Þá hafi Valdimar getað sagt Hönnu að hann hafi verið handtekinn vegna ADHD lyfjanna. Valdimar er hjartveikur og því á blóðþynningarlyfjum. Hann var færður á lögreglustöð þar sem gerðar voru tilraunir til að taka úr honum blóðsýni. „Eftir að ég var búinn að sitja andstuttur vegna veikinda minna, blásaklaus maður sem hvorki drekkur áfengi, dópar, né reykir var ég orðinn blóðugur á höndunum vegna síendurtekinna tilrauna við að stinga mig og draga úr mér blóð og gólfið blóðugt vegna þess að ég er á blóðþynningu, tókst mér að fá það í gegn eftir síendurteknar beiðnir í um 45 mínútur að fá vatnsglas.“ Valdimar tók upp símann sinn á þessum tímapunkti. Þar fékk hann þau skilaboð frá tengdasyni sínum að Hanna hefði líka verið handtekin. „Ég fylltist þá enn meiri ótta og reyndi að spyrja lögregluþjónana hvað væri um að vera. En þá var svarið sem ég fékk að síminn minn væri tekinn af mér og ég sagður vera í annarlegu ástandi og handtekinn og ég fengi ekki að hafa símann minn og að ég fengi ekkert að vita um konuna mína, hvers vegna hún væri líka orðin símalaus og handtekin.“ Elti lögreglubílinn Hanna lýsir því í Bítinu hvernig hún hafi allt í einu tekið eftir bláum blikkandi ljósum lögreglunnar í botnlanganum þar sem þau hjónin búa. Hún hafi hugsað með sér að einhver hafi kannski bakkað á Valdimar. „Síðan fer ég að kíkja og kem labbandi út. Þá labbar lögreglumaður að mér og segir: Ert þú eiginkona Valdimars? Ég segi já. Hann er að biðja um neftóbakshornið sitt. Ég bara: Nei, hann tekur bara í nefið þegar hann kemur inn. Þá segir hann: Nei hann þarf að koma með okkur niður á stöð. Ég segi: Ha? Nei, bíddu hvað? Hann segir: Ég má ekki tilkynna þér það, en hann er handtekinn. Ha?“ Hanna útskýrir að hún sé hjúkrunarfræðingur sem vinni á geðsviði Landspítalans. Hún hafi í einfeldni sinni ætlað að sýna lögreglumönnunum lyfseðilinn eftir að hafa rætt við eiginmann sinn í gegnum bílrúðu lögreglubílsins. Valdimar hafi sagt henni að það þýddi ekkert og síðan hafi lögreglan keyrt á brott með hann. Hanna hafi ákveðið að skjótast á eftir lögreglubílnum. Hanna María byrjaði á því að banka á aðaldyr lögreglustöðvarinnar. Þar kom enginn til dyra.Vísir/Vilhelm „Ég kveð strákinn okkar og keyri á eftir þeim á Selfoss. Þegar ég kem fyrir utan lögreglustöðina þá reyni ég að banka á aðaldyrnar en enginn svarar, þannig að ég hringi í 1-1-2 og reyni að fá samband við lögreglustöðina á Selfossi, en mér er sagt af starfsmanni Neyðarlínunnar hvort ég labbi ekki bara hringinn og fari hinumegin við og banki þar. Sem ég geri.“ Þar hafi hún komist inn og útskýrt fyrir lögreglumanni að maðurinn hennar hafi verið handtekinn. Hún skilji ekki alveg hvað sé í gangi og bað Hanna um að fá að tala við varðstjórann. Lögreglumaðurinn kvaðst ekkert geta upplýst Hönnu um stöðuna, málið væri í rannsókn. „Ég segi: Bíddu fyrirgefðu, ég skil þetta ekki alveg. Ég er sjálf á ADHD lyfjum, ég kom keyrandi hingað. Á ekki að handtaka mig? Þá fer hann eitthvað að útskýra fyrir mér sem heilbrigðisstarfsmanni að þetta sé þríhyrningsskyld lyf og það sé þekkt að fólk sé að misnota þessi lyf. Ég segi við hann: Veistu ég ætla ekki í þennan sandkassaleik við þig. Þetta gengur ekki, ég er búinn að keyra hérna síðan 2015 yfir Hellisheiðina í vinnu.“ Hanna segir lögreglumanninn þá hafa verið með skæting og spurt hana hvort hún hafi þá verið undir áhrifum amfetamíns. Hún hafi sagt honum að láta ekki svona, opnað Heilsuveru og sýnt honum lyfseðil sinn. Lögreglumaðurinn hafi sagt henni að koma sér af lóð lögreglunnar og ýtt henni svo að hún hrasaði þar sem hún stóð á inniskónum og náttbuxunum. „Síðan heyrir tengdasonur minn í lögfræðingi sem segir það að það sé verið að draga blóð úr manninum mínum og að síðan verði honum sleppt. Ég veit það, því ég hef áður unnið á HSU sem er þarna beint á móti, þá voru hinir grunuðu eða hvað sem þeir eru kallaðir, farið með það á bráðamóttökuna og þar var dregið blóðið. Þannig að ég settist undir stýri, spenni belti, gef stefnuljós og er að keyra á 20 kílómetra hraða þegar það koma blá ljós blikkandi fyrir aftan mig.“ Hanna sagðist hafa útskýrt fyrir lögreglumanninum á Selfossi að hún hefði oft keyrt Hellisheiðina eftir að hafa tekið ADHD lyfin.Vísir Hanna segir þar hafa verið á ferðinni sama lögreglumann og hún hafi áður rætt við á lögreglustöðinni. Hann hafi tjáð henni að þarna væri á ferðinni reglubundið eftirlit. Hún hafi sýnt ökuskírteinið sitt. „Hann horfir á mig og segir: Hefurðu verið að neita vímuefna? Ég segi nei. Það hef ég ekki verið að gera en þú veist hins vegar, af því að við vitum það bæði, að ég er á Elvanse.“ Hún hafi þá verið beðin um að koma með þeim í lögreglubílinn. Þar hafi hún verið látin blása, tekin stroka úr kinn og þá var Hanna spurð hvers vegna hún væri svona þvoglumælt? Sex mínútum síðar hafi henni verið tilkynnt að amfetamín hafi fundist í blóði hennar, henni var lesinn réttur sinn og henni sagt að hún væri handtekin. Hjónin segjast ávallt hafa borið mikið traust til lögreglunnar. Vísir/Vilhelm „Þau spyrja mig hvort ég ætli að leyfa þeim að færa bílinn okkar eða hvort við viljum láta draga hann. Ég segi að ég sé á rafmagnsbíl og að ég vilji helst ekki láta draga hann,“ segir Hanna. „Ég tek upp símann, af því að ég segi: Dóttir okkar er þarna í bílnum. Þá er bara sagt við mig mjög hvössum róm: Settu niður símann núna! Og ég er að reyna að útskýra fyrir þeim í bílnum að af því að við keyrum þannig bíl, að bíllykillinn er síminn. Síðan eftir eitthvað þras rétti ég þeim símann en þá segi ég: Hvernig á ég eiginlega að geta sýnt ykkur að ég sé á Elvanse ef þið takið af mér símann og ég kemst ekki inn á Heilsuveru?“ Hanna hafi þá verið látin bíða í bílnum á meðan Valdimar var fluttur annað, þar sem hinir grunuðu megi ekki mætast. Hanna segist þá hafa bent lögreglufólkinu á að það væri barn á heimilinu, fjórtán ára sonur þeirra sem hafi verið skilinn eftir heima. Lögreglufólkið hafi ekki brugðist við þeirri ábendingu en hjónin komu ekki aftur heim fyrr en seint um nóttu. Traustið til lögreglunnar farið Bæði segjast hjónin ávallt hafa treyst lögreglunni. Þau hafi alið börn sín upp þannig að lögreglan væri ekki grýla. „Ég vil ítreka það að fullt af fólki sem ég þekki er í lögreglunni. ég hef unnið á bráðamóttökunni Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og sem heilbrigðisstarfsmaður höfum við alltaf unnið og borið traust til lögreglunnar,“ segir Hanna. „Þetta er í fyrsta skiptið síðan að ég flutti austur í gær þar sem ég er hálf smeyk og er að horfa í baksýnisspegilinn þegar ég er á leiðinni í vinnuna, af því að það getur einhver með einhverja geðþóttaákvörðun ákveðið það að ég sé í annarlegu ástandi.“ Segir ráðherra bera ábyrgð Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir í Bítinu að málið sé það ljótasta sem hann hafi heyrt um síðan umferðarlögum var breytt árið 2019. Hann hafi heyrt margar ljótar sögur, sérstaklega þegar viðkomi ADHD lyfjum eins og Attentín og Elvanse sem vissulega innihaldi amfetamínafleiðu. „Vandamálið hérna byggir á alvarlegri handvömm innviðaráðherra, Sigurðar Inga, að hafa fjórum árum seinna núna ekki ennþá sett reglugerð. Án reglugerðar er engin leiðbeining um hvernig eigi að fara eftir þessum lögum og engar undanþágur.“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna segir ríkislögreglustjóra og þar með dómsmálaráðherra bera ábyrgð á hegðun lögreglumanna.Vísir/Vilhelm Valdimar fékk vottorð frá lækninum sínum vegna notkun lyfjanna eftir handtökuna í fyrrakvöld. Vilhjálmur segir lögreglu nú neita að taka við slíku vottorði og þar beri dómsmálaráðherra ábyrgð. „Ríkissaksóknari sendi frá sér fyrirmæli, formleg fyrirmæli til lögreglumanna, nr. 5/2020 - þetta er vorið 2020 - þess efnis að á meðan það væri ekki komin reglugerð þá yrðu þeir að fara eftir orðanna hljóðan, á strangastan máta. Amfetamín í þessu tilfelli er þá bara túlkað sem fíkniefni. Ef það finnst minnsta magn í blóði, þá ert þú bara sekur um að vera að neyta ólöglegra fíkniefna.“ Vilhjálmur segist hafa heyrt margar slíkar sögur. Svo virðist vera sem lögreglan á Suðurlandi gangi harðast fram í slíkum málum. „Ég ítreka það að ég hef heyrt frá mörgum lögreglumönnum í gegnum tíðina sem eru miður sín og það er iðullega fólk með meiri reynslu. Mér heyrist það vera frekar yngri lögreglumenn sem ganga svona hart fram og þessi lýsing hérna gengur út fyrir allan þjófabálk.“ Vilhjálmur segir ADHD samtökin nú vinna að lögfræðiáliti vegna laganna, sem opinberað verði á næstunni. Þar verði lagðar til breytingar á lögunum. Samtökin hafi áður sent ríkislögreglustjóra bréf vegna laganna. „Svarið sem kom til baka var forkastanlegt. Það tók yfir tíu mánuði fyrir ríkislögreglustjóra að setja saman eitthvað bull. Vísa í dóma sem voru allt öðruvísi mál sem voru klárlega misnotkun. Þetta bara á ekki að sjást.“ Lögreglan Geðheilbrigði Hveragerði Bítið Lyf ADHD Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
„Lögreglan handtekur mig fyrir framan heimili mitt fyrir fíkniefnaakstur og segir að ég sé í annarlegu ástandi og fer með mig á lögreglustöðina. Ástæðan? Ég tók ADHD lyfin mín,“ sagði Valdimar sem lýsti kvöldinu í heild sinni. Þau Hanna lýsa því hvernig Hanna María hafi verið að láta renna í bað á heimili þeirra og hvernig Valdimar hafi ákveðið að skjótast út í búð að kaupa mjólk. Lögreglan hafi stoppað hann á leið heim vegna snarprar beygju sem hann tók inn götuna þar sem þau búa. „Það þýddi ekkert fyrir mig að vera kurteis og koma lögregluþjóninum í skilning um það að ég væri venjulegur maður sem væri með lyfseðil inni á Heilsuveru sem ég sýndi þeim þar sem kom fram heiti lyfsins og hvernig lyfið er skammtað, sem er ein tafla að morgni og ein tafla seinni partinn.“ Valdimar segir ekkert hafa gengið að koma vitinu fyrir lögreglumennina um að hann væri ekki í annarlegu ástandi. Hann hafi eytt deginum í starfi sínu sem málari við að mála lögreglustöðina hjá lögreglunni á Vesturlandi á Akranesi. Þar hafi hann átt yndisleg samskipti við lögregluna en svo allt öðruvísi samskipti um kvöldið við kollega þeirra á Suðurlandi. Bæði lýsa hjónin því að þau hafi ávallt borið mikið traust til lögreglunnar. „Ég var fluttur með blá blikkandi ljós í lögreglubíl til Selfoss og þegar ég spurði áður en við lögðum af stað hvort ég mætti tala við konuna mína var fyrsta svarið skýrt frá lögreglunni: Nei. Ég væri í annarlegu ástandi og væri handtekinn.“ Tíu mínútum síðar hafi lögreglumennirnir opnað gluggann á lögreglubílnum um nokkra sentímetra. Þá hafi Valdimar getað sagt Hönnu að hann hafi verið handtekinn vegna ADHD lyfjanna. Valdimar er hjartveikur og því á blóðþynningarlyfjum. Hann var færður á lögreglustöð þar sem gerðar voru tilraunir til að taka úr honum blóðsýni. „Eftir að ég var búinn að sitja andstuttur vegna veikinda minna, blásaklaus maður sem hvorki drekkur áfengi, dópar, né reykir var ég orðinn blóðugur á höndunum vegna síendurtekinna tilrauna við að stinga mig og draga úr mér blóð og gólfið blóðugt vegna þess að ég er á blóðþynningu, tókst mér að fá það í gegn eftir síendurteknar beiðnir í um 45 mínútur að fá vatnsglas.“ Valdimar tók upp símann sinn á þessum tímapunkti. Þar fékk hann þau skilaboð frá tengdasyni sínum að Hanna hefði líka verið handtekin. „Ég fylltist þá enn meiri ótta og reyndi að spyrja lögregluþjónana hvað væri um að vera. En þá var svarið sem ég fékk að síminn minn væri tekinn af mér og ég sagður vera í annarlegu ástandi og handtekinn og ég fengi ekki að hafa símann minn og að ég fengi ekkert að vita um konuna mína, hvers vegna hún væri líka orðin símalaus og handtekin.“ Elti lögreglubílinn Hanna lýsir því í Bítinu hvernig hún hafi allt í einu tekið eftir bláum blikkandi ljósum lögreglunnar í botnlanganum þar sem þau hjónin búa. Hún hafi hugsað með sér að einhver hafi kannski bakkað á Valdimar. „Síðan fer ég að kíkja og kem labbandi út. Þá labbar lögreglumaður að mér og segir: Ert þú eiginkona Valdimars? Ég segi já. Hann er að biðja um neftóbakshornið sitt. Ég bara: Nei, hann tekur bara í nefið þegar hann kemur inn. Þá segir hann: Nei hann þarf að koma með okkur niður á stöð. Ég segi: Ha? Nei, bíddu hvað? Hann segir: Ég má ekki tilkynna þér það, en hann er handtekinn. Ha?“ Hanna útskýrir að hún sé hjúkrunarfræðingur sem vinni á geðsviði Landspítalans. Hún hafi í einfeldni sinni ætlað að sýna lögreglumönnunum lyfseðilinn eftir að hafa rætt við eiginmann sinn í gegnum bílrúðu lögreglubílsins. Valdimar hafi sagt henni að það þýddi ekkert og síðan hafi lögreglan keyrt á brott með hann. Hanna hafi ákveðið að skjótast á eftir lögreglubílnum. Hanna María byrjaði á því að banka á aðaldyr lögreglustöðvarinnar. Þar kom enginn til dyra.Vísir/Vilhelm „Ég kveð strákinn okkar og keyri á eftir þeim á Selfoss. Þegar ég kem fyrir utan lögreglustöðina þá reyni ég að banka á aðaldyrnar en enginn svarar, þannig að ég hringi í 1-1-2 og reyni að fá samband við lögreglustöðina á Selfossi, en mér er sagt af starfsmanni Neyðarlínunnar hvort ég labbi ekki bara hringinn og fari hinumegin við og banki þar. Sem ég geri.“ Þar hafi hún komist inn og útskýrt fyrir lögreglumanni að maðurinn hennar hafi verið handtekinn. Hún skilji ekki alveg hvað sé í gangi og bað Hanna um að fá að tala við varðstjórann. Lögreglumaðurinn kvaðst ekkert geta upplýst Hönnu um stöðuna, málið væri í rannsókn. „Ég segi: Bíddu fyrirgefðu, ég skil þetta ekki alveg. Ég er sjálf á ADHD lyfjum, ég kom keyrandi hingað. Á ekki að handtaka mig? Þá fer hann eitthvað að útskýra fyrir mér sem heilbrigðisstarfsmanni að þetta sé þríhyrningsskyld lyf og það sé þekkt að fólk sé að misnota þessi lyf. Ég segi við hann: Veistu ég ætla ekki í þennan sandkassaleik við þig. Þetta gengur ekki, ég er búinn að keyra hérna síðan 2015 yfir Hellisheiðina í vinnu.“ Hanna segir lögreglumanninn þá hafa verið með skæting og spurt hana hvort hún hafi þá verið undir áhrifum amfetamíns. Hún hafi sagt honum að láta ekki svona, opnað Heilsuveru og sýnt honum lyfseðil sinn. Lögreglumaðurinn hafi sagt henni að koma sér af lóð lögreglunnar og ýtt henni svo að hún hrasaði þar sem hún stóð á inniskónum og náttbuxunum. „Síðan heyrir tengdasonur minn í lögfræðingi sem segir það að það sé verið að draga blóð úr manninum mínum og að síðan verði honum sleppt. Ég veit það, því ég hef áður unnið á HSU sem er þarna beint á móti, þá voru hinir grunuðu eða hvað sem þeir eru kallaðir, farið með það á bráðamóttökuna og þar var dregið blóðið. Þannig að ég settist undir stýri, spenni belti, gef stefnuljós og er að keyra á 20 kílómetra hraða þegar það koma blá ljós blikkandi fyrir aftan mig.“ Hanna sagðist hafa útskýrt fyrir lögreglumanninum á Selfossi að hún hefði oft keyrt Hellisheiðina eftir að hafa tekið ADHD lyfin.Vísir Hanna segir þar hafa verið á ferðinni sama lögreglumann og hún hafi áður rætt við á lögreglustöðinni. Hann hafi tjáð henni að þarna væri á ferðinni reglubundið eftirlit. Hún hafi sýnt ökuskírteinið sitt. „Hann horfir á mig og segir: Hefurðu verið að neita vímuefna? Ég segi nei. Það hef ég ekki verið að gera en þú veist hins vegar, af því að við vitum það bæði, að ég er á Elvanse.“ Hún hafi þá verið beðin um að koma með þeim í lögreglubílinn. Þar hafi hún verið látin blása, tekin stroka úr kinn og þá var Hanna spurð hvers vegna hún væri svona þvoglumælt? Sex mínútum síðar hafi henni verið tilkynnt að amfetamín hafi fundist í blóði hennar, henni var lesinn réttur sinn og henni sagt að hún væri handtekin. Hjónin segjast ávallt hafa borið mikið traust til lögreglunnar. Vísir/Vilhelm „Þau spyrja mig hvort ég ætli að leyfa þeim að færa bílinn okkar eða hvort við viljum láta draga hann. Ég segi að ég sé á rafmagnsbíl og að ég vilji helst ekki láta draga hann,“ segir Hanna. „Ég tek upp símann, af því að ég segi: Dóttir okkar er þarna í bílnum. Þá er bara sagt við mig mjög hvössum róm: Settu niður símann núna! Og ég er að reyna að útskýra fyrir þeim í bílnum að af því að við keyrum þannig bíl, að bíllykillinn er síminn. Síðan eftir eitthvað þras rétti ég þeim símann en þá segi ég: Hvernig á ég eiginlega að geta sýnt ykkur að ég sé á Elvanse ef þið takið af mér símann og ég kemst ekki inn á Heilsuveru?“ Hanna hafi þá verið látin bíða í bílnum á meðan Valdimar var fluttur annað, þar sem hinir grunuðu megi ekki mætast. Hanna segist þá hafa bent lögreglufólkinu á að það væri barn á heimilinu, fjórtán ára sonur þeirra sem hafi verið skilinn eftir heima. Lögreglufólkið hafi ekki brugðist við þeirri ábendingu en hjónin komu ekki aftur heim fyrr en seint um nóttu. Traustið til lögreglunnar farið Bæði segjast hjónin ávallt hafa treyst lögreglunni. Þau hafi alið börn sín upp þannig að lögreglan væri ekki grýla. „Ég vil ítreka það að fullt af fólki sem ég þekki er í lögreglunni. ég hef unnið á bráðamóttökunni Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og sem heilbrigðisstarfsmaður höfum við alltaf unnið og borið traust til lögreglunnar,“ segir Hanna. „Þetta er í fyrsta skiptið síðan að ég flutti austur í gær þar sem ég er hálf smeyk og er að horfa í baksýnisspegilinn þegar ég er á leiðinni í vinnuna, af því að það getur einhver með einhverja geðþóttaákvörðun ákveðið það að ég sé í annarlegu ástandi.“ Segir ráðherra bera ábyrgð Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, segir í Bítinu að málið sé það ljótasta sem hann hafi heyrt um síðan umferðarlögum var breytt árið 2019. Hann hafi heyrt margar ljótar sögur, sérstaklega þegar viðkomi ADHD lyfjum eins og Attentín og Elvanse sem vissulega innihaldi amfetamínafleiðu. „Vandamálið hérna byggir á alvarlegri handvömm innviðaráðherra, Sigurðar Inga, að hafa fjórum árum seinna núna ekki ennþá sett reglugerð. Án reglugerðar er engin leiðbeining um hvernig eigi að fara eftir þessum lögum og engar undanþágur.“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna segir ríkislögreglustjóra og þar með dómsmálaráðherra bera ábyrgð á hegðun lögreglumanna.Vísir/Vilhelm Valdimar fékk vottorð frá lækninum sínum vegna notkun lyfjanna eftir handtökuna í fyrrakvöld. Vilhjálmur segir lögreglu nú neita að taka við slíku vottorði og þar beri dómsmálaráðherra ábyrgð. „Ríkissaksóknari sendi frá sér fyrirmæli, formleg fyrirmæli til lögreglumanna, nr. 5/2020 - þetta er vorið 2020 - þess efnis að á meðan það væri ekki komin reglugerð þá yrðu þeir að fara eftir orðanna hljóðan, á strangastan máta. Amfetamín í þessu tilfelli er þá bara túlkað sem fíkniefni. Ef það finnst minnsta magn í blóði, þá ert þú bara sekur um að vera að neyta ólöglegra fíkniefna.“ Vilhjálmur segist hafa heyrt margar slíkar sögur. Svo virðist vera sem lögreglan á Suðurlandi gangi harðast fram í slíkum málum. „Ég ítreka það að ég hef heyrt frá mörgum lögreglumönnum í gegnum tíðina sem eru miður sín og það er iðullega fólk með meiri reynslu. Mér heyrist það vera frekar yngri lögreglumenn sem ganga svona hart fram og þessi lýsing hérna gengur út fyrir allan þjófabálk.“ Vilhjálmur segir ADHD samtökin nú vinna að lögfræðiáliti vegna laganna, sem opinberað verði á næstunni. Þar verði lagðar til breytingar á lögunum. Samtökin hafi áður sent ríkislögreglustjóra bréf vegna laganna. „Svarið sem kom til baka var forkastanlegt. Það tók yfir tíu mánuði fyrir ríkislögreglustjóra að setja saman eitthvað bull. Vísa í dóma sem voru allt öðruvísi mál sem voru klárlega misnotkun. Þetta bara á ekki að sjást.“
Lögreglan Geðheilbrigði Hveragerði Bítið Lyf ADHD Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira