Saltdreifaramálið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 13:15 Halldór Margeir er hér undir teppinu á leið inn í dómsal í héraði. Vísir Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tveggja manna sem hlutu þunga fangelsisdóma í Saltdreifaramálinu svokallaða. Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva hingað til lands frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum mönnum, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Dómurinn bæði efnis- og formlega rangur Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Guðlaugur Agnar byggi á því að dómur Landsréttar sé rangur að formi til. Vísi hann meðal annars til þess að Landsréttur hafi ranglega talið að krafa hans um synjun upptöku sem fjallað er um í héraðsdómi hafi fyrst komið fram í greinargerð til Landsréttar. Þá vísi hann til þess að við útgáfu ákæru hafi rannsókn lögreglu hvergi nærri verið lokið. Einnig byggi hann á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísi hann einkum til þess að niðurstaða Landsréttar byggist á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þurfi Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn verði lögð til grundvallar sakfellingu leyfisbeiðanda. Loks hafi Landsréttur brugðist skyldu sinni til að skoða hvort hann og meðákærðu hafi verið hlutdeildarmenn í broti. Fjallað hefur verið ítarlega um EncroChat-gögnin svokölluðu, sem voru nokkuð veigamikill hluti af málatilbúnaði ákæruvaldsins. Gögnin ónothæf sem sönnunargagn Halldór Margeir byggi hins vegar á því að áfrýjun varði atriði sem hafi verulega almenna þýðingu sem mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um. Byggi hann á því að ástæða sé til að ætla að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Dómurinn sé að mestu órökstuddur og aðeins að takmörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til varna hans. Þá gerir hann athugasemdir við notkun EncroChat-gagna sem sakfelling hans hafi verið reist á. Hann byggi á því að gögnin séu ónothæf sem sönnunargögn í sakamáli enda liggi ekkert fyrir um uppruna þeirra, vörslur, hvernig öryggi þeirra hafi verið tryggt og þeim miðlað. Loks geri hann athugasemdir við rannsókn lögreglu á símum og skort á greiningu hennar á fjármálum hans. Gæti haft verulega þýðingu Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu þeirra Halldórs Margeirs og Guðlaugs Agnars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Að virtum gögnum málsins verði hins vegar að telja að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva hingað til lands frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum mönnum, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Dómurinn bæði efnis- og formlega rangur Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Guðlaugur Agnar byggi á því að dómur Landsréttar sé rangur að formi til. Vísi hann meðal annars til þess að Landsréttur hafi ranglega talið að krafa hans um synjun upptöku sem fjallað er um í héraðsdómi hafi fyrst komið fram í greinargerð til Landsréttar. Þá vísi hann til þess að við útgáfu ákæru hafi rannsókn lögreglu hvergi nærri verið lokið. Einnig byggi hann á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísi hann einkum til þess að niðurstaða Landsréttar byggist á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þurfi Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn verði lögð til grundvallar sakfellingu leyfisbeiðanda. Loks hafi Landsréttur brugðist skyldu sinni til að skoða hvort hann og meðákærðu hafi verið hlutdeildarmenn í broti. Fjallað hefur verið ítarlega um EncroChat-gögnin svokölluðu, sem voru nokkuð veigamikill hluti af málatilbúnaði ákæruvaldsins. Gögnin ónothæf sem sönnunargagn Halldór Margeir byggi hins vegar á því að áfrýjun varði atriði sem hafi verulega almenna þýðingu sem mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um. Byggi hann á því að ástæða sé til að ætla að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Dómurinn sé að mestu órökstuddur og aðeins að takmörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til varna hans. Þá gerir hann athugasemdir við notkun EncroChat-gagna sem sakfelling hans hafi verið reist á. Hann byggi á því að gögnin séu ónothæf sem sönnunargögn í sakamáli enda liggi ekkert fyrir um uppruna þeirra, vörslur, hvernig öryggi þeirra hafi verið tryggt og þeim miðlað. Loks geri hann athugasemdir við rannsókn lögreglu á símum og skort á greiningu hennar á fjármálum hans. Gæti haft verulega þýðingu Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu þeirra Halldórs Margeirs og Guðlaugs Agnars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Að virtum gögnum málsins verði hins vegar að telja að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41
Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28