Innlent

Breyttur tími fyrir sjósunds­fólk

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Opnunardögum Ylstrandarinnar verður fækkað um einn í vetur.
Opnunardögum Ylstrandarinnar verður fækkað um einn í vetur. Vísir/Vilhelm

Á­fram verður opið á föstu­dögum á Yl­ströndinni í Naut­hóls­vík í vetur, en nú verður sú breyting á að lokað verður á mánu­dögum og opnunar­tímum strandarinnar á virkum dögum því fækkað um einn. Þetta kemur fram í svörum frá Reykja­víkur­borg til Vísis.

Þar segir að fyrir tveimur árum hafi auka fjár­mögnun verið sam­þykkt af borgar­yfir­völdum til Yl­strandarinnar og opnunar­tímum á föstu­dögum bætt við yfir vetrar­tímann. Í ár hafi hins vegar slík auka­fjár­veiting ekki fengist og ljóst að fækka yrði um einn virkan opnunar­dag.

Sam­kvæmt svörum frá borginni leiddu kannanir á að­sókn og tekjum í ljós að föstu­dagar hafa verið vin­sælli en mánu­dagar. Því hafi verið á­kveðið að lokað yrði á mánu­dögum í vetur.

Á­fram verður hins­vegar opið á mánu­dögum út septem­ber, að því er segir í svörum frá borginni, þar sem að þá sé enn bjart og fal­legt veður. Breytingar á opnunar­tíma munu því taka gildi þann 1. októ­ber og verður opið á Yl­ströndinni þriðju­daga til laugar­daga en lokað á sunnu­dögum og mánu­dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×