Sanna Marin hverfur af þingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 15:37 Sanna Marin á ráðstefnu í London í sumar. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér þingmennsku. Sanna, sem hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn, hefur ráðið sig í starf hjá Stofnun Tony Blair. Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni. Finnland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni.
Finnland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent