Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 08:38 Peter Navarro ræðir við fréttamenn fryir utan alríkisdómshús í Washington-borg. Fyrir aftan hann standa tveir mótmælendur með spjöld sem á stendur annars vegar „Tugthúslimirnir“ og hins vegar „Hættið að hata hvert annað vegna þess að þið eruð ósammála“. AP/Mark Schiefelbein Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49