IFS lækkar verðmat Marels um tíu prósent en mælir með að halda bréfunum
![Rekstur Marels hefur ollið vonbrigðum um nokkurt skeið. JP Morgan hefur til að mynda fjórum sinnum frá því í febrúar lækkað verðmat sitt á Marel vegna verri horfa í rekstrinum.](https://www.visir.is/i/1A11F1F927A608B6F97D449ECB4AF8621B0A3A12923C1F46F2A87C7713203F94_713x0.jpg)
IFS greining lækkaði verðmat sitt á Marel um tíu prósent frá fyrra mati og ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum fyrirtækisins. Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi hélt áfram að valda vonbrigðum. Helsti vandi Marels er kostnaðarstjórnun, segir í greiningu.