„Ef allt gengur að óskum þá mun okkur litlu fjölskyldunni færast liðsstyrkur í lok febrúar. Við foreldrarnir höfum notið yfirtölunnar en erum spennt að jafna út leikinn,“ skrifar Elísa og birti mynd af fjölskyldunni.
Á myndinni má sjá dóttur parsins með sónarmynd af komandi erfingja, alsæl á svip.
Elísa er leikmaður Vals þar sem hún hefur verið fyrirliði síðastliðin ár. Auk þess á hún á 54 A-landsliðsleiki að baki. Rasmus leikur með Aftureldingu og dönsukennari við Hagaskóla.
Elísa er þriðja landsliðskonan sem tilkynnir að hún sé barnshafandi þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eiga von á barni á næsta ári.