Lífið

Vaknaði „ein­hleypur“ við hlið kærustunnar í New York

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigurður Ingvarsson og Alma Finnbogadóttir eru búin að vera saman í þrjú ár.
Sigurður Ingvarsson og Alma Finnbogadóttir eru búin að vera saman í þrjú ár. Stefanie Keenan/Getty Images for UTA

Sigurður Ingvars­son, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru ný­flutt. Honum kross­brá þegar vinur hans sendi honum slúður­frétt og sá að hann væri nú orðinn „ein­hleypur,“ í hið minnsta í um­fjöllun Smart­lands.

Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því al­farið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sam­bandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í sam­tali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“

Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna.

Hefurðu kannski bara gaman af þessu?

„Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands.

Hann og Alma eru ný­flutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leik­listinni að undan­förnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista ein­hleypra á Smart­landi.

„Maður vill gefa hinum raun­veru­legu pipar­sveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leik­listinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×