Fótbolti

Dagskráin í dag: Undankeppni EM, upphitun fyrir Bestu deildina og UFC

Smári Jökull Jónsson skrifar
Harry Kane og Jude Bellingham verða eflaust í liði Englendinga sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag.
Harry Kane og Jude Bellingham verða eflaust í liði Englendinga sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag. Vísir/Getty

Það kennir ýmissa grasa á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Englendingar verða í eldlínunni í undankeppni EM og þá verður upphitunarþáttur fyrir Bestu deild kvenna sýndur.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13:45 verður upphitunarþáttur fyrir leiki í Bestu deild kvenna á dagskrá. Úrslitakeppnin er í fullum gangi bæði á toppi og á botni og á sunnudag gæti ráðist hvaða lið fellur úr deildinni með Selfossi.

Stöð 2 Sport 4

Kroger Queen City meistaramótið á LPGA-mótaröðinni í golfi verður í beinni útsendingu frá klukkan 18:00.

Vodafone Sport

Undankeppni EM verður í aðalhlutverki á Vodafone Sport stöðinni í dag. Fyrsti leikur dagsins fer í loftið klukkan 12:50 þegar Aserbaísjan og Belgía mætast. Klukkan 15:50 verður síðan sýnt beint frá leik Úkraínu og Englands og Klukkan 18:35 er komið að leik Norður-Makedóníu og Ítalíu.

WealtherTech kappaksturinn í IndyCar verður sýndur klukkan 21:00 en um er að ræða forkeppnina. Klukkan 2:00 verður síðan sýnt beint frá keppni í UFC þar sem Adesanya og Strickland er aðalbardagi kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×