Ósátt við skólann eftir að persónuupplýsingar um soninn fóru á flakk Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 19:14 Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í stílabókinni. Vísir/Ívar Fannar Móðir barns í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ gagnrýnir skólastjórnendur fyrir léleg samskipti eftir að viðkvæmar persónuupplýsingar um son hennar, sem kennari skráði í stílabók, fóru í dreifingu. Hún segir skólann reyna að fegra sig eftir á. Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif. Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Það var í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ sem viðkvæmar persónuupplýsingar um nemendur fóru í dreifingu. Upplýsingarnar komu úr stílabók kennara sem nemandi fékk að láni. Taldi að bókin væri auð Kennarinn taldi að bókin væri auð en hafði hann ritað upplýsingarnar á tvær blaðsíður hennar. Nemandinn tók ljósmyndir af síðunum og sendi á vinahóp sinn. Þaðan dreifðust upplýsingarnar síðan áfram. Meðal þeirra orða sem notuð voru í bókinni voru „erfiður“, „seinþroska“, „viðkvæmur“, „krefjandi“, „sjálfskaði“ og „dónalegur“. Nokkur orðanna úr bókinni. Sif Hauksdóttir er móðir drengs sem skrifað var um í bókinni. Hún gagnrýnir það að skólinn skuli hafa beðið í marga klukkutíma með að láta foreldra barnanna vita. „Í ljósi þess hvaða upplýsingar stóðu um börnin á þessum lista, hefði mér alltaf þótt eðlilegri viðbrögð að hringja í viðkomandi foreldra og upplýsa þau um hvað stóð um þeirra barn á lista sem nú er í dreifingu sem allir í árganginum eru búnir að sjá. Þau tala um að við eigum að vinna úr þessu með þeim en hvernig eigum við að gera það ef við vitum ekki hvað stóð,“ segir Sif. Passa þurfi betur upp á upplýsingarnar Í póstinum sem foreldrarnir fengu kom einungis fram að um væri að ræða persónuupplýsingar, en ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar það voru. Klippa: Sonurinn í stílabókinni Hún segist skilja að kennarar hafi aðgang að upplýsingum um börn sem þurfa aðstoð við aðlögun í námi eða annað utanumhald. „Hins vegar finnst mér ekki í lagi að svona listar séu skrifaðir niður og það sé ekki passað betur upp á þá en gert er. Líka því viðhorfin sem eru á þessum lista koma frá kennurum sem hafa áður kennt börnunum en ekki kennarans sem skrifar þetta,“ segir Sif. Þurfa að taka á þessu Hún tók á þessu með syni sínum sem er ekki mikið sleginn eftir atvikið. Hún segir skólann þó þurfa að bæta ýmislegt. „Skólinn er ekki rúinn trausti í mínum bókum en það þarf eitthvað mikið og þeir þurfa að sýna það að þeir ætli að vinna á þessu og þeir ætli að taka á þessu og tryggja að þetta gerist ekki aftur. Maður á bara eftir að sjá hvernig skólinn ætlar að tækla þetta,“ segir Sif.
Skóla - og menntamál Mosfellsbær Börn og uppeldi Grunnskólar Persónuvernd Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira