Sjö ára fann þriggja karata demant úti á víðavangi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. september 2023 23:34 Demantinn fékk stúlkan í raun í afmælisgjöf. Arkansas State Parks Sjö ára stúlka fann 2,95 karata demant í þjóðgarði í Arkansas í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Þjóðgarðsvörður segir demantinn með þeim fallegri sem hún hefur séð. Það eru fáir staðir í heiminum þar sem almenningur getur freistað þess að finna demanta úti á víðavangi en í þjóðgarðinum, sem heitir Demantagígur, gefst fólki kostur á að leita að gersemum. Leitarsvæðið er ofan á gömlu eldfjalli og jarðlögin geta verið gjöful. Það er í raun ekki óalgengt að göngugarpar finni demanta í þjóðgarðinum, líklega finnast einn til tveir á dag, en sjaldnast ná þeir almennilegri stærð. Það gerði hann þó í þetta skipti. Stúlkan átti sjö ára afmæli og ákvað að fara með föður sínum og ömmu í þjóðgarðinn – í tilefni dagsins. Í afmælisgjöf fékk hún risastóran demant, þann næststærsta sem fundist hefur á árinu. „Henni varð heitt og ætlaði þess vegna að hvíla sig í stutta stund. Hún settist niður og ekki leið á löngu þar til hún kom hlaupandi og kallaði: Pabbi, pabbi, ég fann einn!“ Þetta segir faðir stúlkunnar um fundinn en feðginin fóru í kjölfarið saman í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins, þar sem starfsmenn staðfestu að steinninn væri svo sannarlega demantur. Þjóðgarðsvörður segir demantinn einn þann fallegasta sem hún hefur séð. Þjóðgarðurinn deilir sögu stúlkunnar á heimasíðu sinni en samkvæmt óformlegri könnun gæti verðmæti demantarins hlaupið á nokkrum milljónum króna. Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Það eru fáir staðir í heiminum þar sem almenningur getur freistað þess að finna demanta úti á víðavangi en í þjóðgarðinum, sem heitir Demantagígur, gefst fólki kostur á að leita að gersemum. Leitarsvæðið er ofan á gömlu eldfjalli og jarðlögin geta verið gjöful. Það er í raun ekki óalgengt að göngugarpar finni demanta í þjóðgarðinum, líklega finnast einn til tveir á dag, en sjaldnast ná þeir almennilegri stærð. Það gerði hann þó í þetta skipti. Stúlkan átti sjö ára afmæli og ákvað að fara með föður sínum og ömmu í þjóðgarðinn – í tilefni dagsins. Í afmælisgjöf fékk hún risastóran demant, þann næststærsta sem fundist hefur á árinu. „Henni varð heitt og ætlaði þess vegna að hvíla sig í stutta stund. Hún settist niður og ekki leið á löngu þar til hún kom hlaupandi og kallaði: Pabbi, pabbi, ég fann einn!“ Þetta segir faðir stúlkunnar um fundinn en feðginin fóru í kjölfarið saman í þjónustumiðstöð þjóðgarðarins, þar sem starfsmenn staðfestu að steinninn væri svo sannarlega demantur. Þjóðgarðsvörður segir demantinn einn þann fallegasta sem hún hefur séð. Þjóðgarðurinn deilir sögu stúlkunnar á heimasíðu sinni en samkvæmt óformlegri könnun gæti verðmæti demantarins hlaupið á nokkrum milljónum króna.
Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira