Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:44 Dennis Schröder var frábær í liði Þjóðverja. Vísir/Getty Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga