Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 17:32 John F. Kennedy og eiginkona hans Jacqueline Kennedy ganga úr flugvél í Dallas þann 22. nóvember 1963, daginn sem hann var myrtur. EPA Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum. Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum.
Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira