Gulur september - Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2023 16:00 Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Alma D. Möller Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar