Fótbolti

Messi og félagar fengu súrefniskúta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Argentínumenn þurfa sérstakan undirbúning fyrir leikinn gegn Bólivíumönnum.
Argentínumenn þurfa sérstakan undirbúning fyrir leikinn gegn Bólivíumönnum. vísir/getty

Lionel Messi og argentínsku heimsmeistararnir búa sig nú undir leik gegn Bólivíu sem fer fram við afar erfiðar aðstæður.

Argentína sækir Bólivíu heim í undankeppni HM 2026 á morgun. Leikurinn fer fram á Estadio Hernando Siles í La Paz í Bólivíu. Völlurinn er rúmlega 3.600 metra yfir sjávarmáli.

Til að venjast þunna loftinu fengu allir leikmenn Argentínu súrefniskúta sem þeir hafa notað í aðdraganda leiksins. Alexis McAllister, leikmaður Liverpool, birti til að mynda mynd af sér með súrefniskútinn sinn á samfélagsmiðlum.

Bólivíumenn fá undanþágu til að spila á Estadio Hernando Siles. FIFA bannaði um tíma velli sem voru 2.500 metra yfir sjávarmáli en hækkaði það svo í þrjú þúsund metra.

Argentína sigraði Ekvador, 1-0, á föstudaginn. Messi skoraði eina mark leiksins með skoti beint úr aukaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×