Skjólstæðingur sviptur ökuréttindum eftir akstur undir áhrifum ADHD-lyfja Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2023 21:01 Gísli Tryggvason er lögmaður manns sem dæmdur var fyrir að aka undir áhrifum amfetamíns eftir að hafa tekið ADHD-lyfin sín. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður manns sem dæmdur var fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns eftir að hann tók ADHD-lyf segir stjórnvöld ekki gera nóg til að upplýsa sjúklinga um lagalega skyldu þeirra. ADHD-samtökin segja ástandið vera ólíðandi. Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi. Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi.
Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira