658 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2023 16:35 Borgin segir 2021 árganginn mun stærri en 2017 árganginn, þann sem er kominn í 1. bekk. Vísir/Vilhelm 658 börn 12 mánaða og eldri voru á biðlista eftir leikskólaplássi í leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg þann 1. september síðastliðinn. Þá eru 67 börn til viðbótar að bíða eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að áætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem nýkomin eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík. Þar segir ennfremur að aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf. 2021 árgangurinn stór Meðal þeirra barna sem eru á biðlistanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá úthlutað plássi hjá sjálfsstætt starfandi leikskóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálfstætt starfandi leikskólum en eru á biðlista eftir borgarreknum leikskólum detta ekki út af biðlistanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Þá séu í dag 375 í vist hjá dagforeldrum, og flest þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Alltaf sé ákveðin keðjuverkun í vistunarmálum barna á leikskólaaldri en þegar pláss bjóðist í borgarreknum leikskóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum sem bjóðist þá öðrum börnum. Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjölskyldur flytji á milli bæjarfélaga. Bætast muni við pláss hjá borgarreknum jafnt sem sjálfstætt starfandi skólum þegar viðgerðum og endurbótum á húsnæði lýkur og þegar nýtt skólahúsnæði er opnað. Segir í tilkynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 árgangurinn sé sérlega stór árgangur, einungis 2009 árgangurinn sé stærri. Þá sé 2017 árgangurinn sem hóf skólagöngu í 1. bekk í haust minnsti árgangurinn í grunnskólum. Stærðarmunur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæplega 300 börn. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að áætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem nýkomin eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík. Þar segir ennfremur að aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf. 2021 árgangurinn stór Meðal þeirra barna sem eru á biðlistanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá úthlutað plássi hjá sjálfsstætt starfandi leikskóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálfstætt starfandi leikskólum en eru á biðlista eftir borgarreknum leikskólum detta ekki út af biðlistanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Þá séu í dag 375 í vist hjá dagforeldrum, og flest þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Alltaf sé ákveðin keðjuverkun í vistunarmálum barna á leikskólaaldri en þegar pláss bjóðist í borgarreknum leikskóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum sem bjóðist þá öðrum börnum. Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjölskyldur flytji á milli bæjarfélaga. Bætast muni við pláss hjá borgarreknum jafnt sem sjálfstætt starfandi skólum þegar viðgerðum og endurbótum á húsnæði lýkur og þegar nýtt skólahúsnæði er opnað. Segir í tilkynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 árgangurinn sé sérlega stór árgangur, einungis 2009 árgangurinn sé stærri. Þá sé 2017 árgangurinn sem hóf skólagöngu í 1. bekk í haust minnsti árgangurinn í grunnskólum. Stærðarmunur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæplega 300 börn.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira