Lífið

Musk hafi tekið mynd af sér í miðjum keisara­­skurði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár.
Grimes og Elon Musk hafa reglulega hætt saman og svo stungið saman nefjum að nýju undanfarin ár. Photo by Taylor Hill/Getty Images

Tón­listar­konan Gri­mes segir Elon Musk, milljarða­mæring og fyrr­verandi kærastann hennar, hafa tekið mynd af sér þar sem gerður var á henni keisara­skurður við fæðingu eins barna þeirra. Þetta kemur fram í ó­út­kominni ævi­sögu milljarða­mæringsins sem er­lendir slúður­miðlar hafa undir höndum.

„Hann hafði enga hug­mynd um hvers vegna ég væri í upp­námi,“ segir tón­listar­konan í bókinni um at­vikið þegar Musk myndaði hana þegar gerður var á henni keisara­skurður. Í bókinni heldur rit­höfundurinn Walter Isa­ac­son á penna en hann fékk leyfi til þess að fylgja Musk eftir í þrjú ár til þess að skrifa ævi­sögu hans.

Í um­fjöllun Peop­le um málið kemur fram að mynda­takan hafi átt sér stað við fæðingu X Æ A-Xii, sem fyrr­verandi hjúin hafa einungis kallað X. Ný­lega var það opin­berað í sömu bók að parið fyrr­verandi hefði eignast þriðja barnið, strák sem fékk nafnið Tau Techno Mechanius.

Gri­mes segir milljarða­mæringinn hafa sent myndina af henni í keisara­skurði til vina þeirra og fjöl­skyldu­með­lima. Þar á meðal föður hennar og bræðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.