Innlent

Hjalt­eyrar­börnin fá 410 milljónir

Árni Sæberg skrifar
Þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í fyrri að fólk sem dvaldi á áttunda áratug síðustu aldar á barnaheimili á Hjalteyri og var beitt gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hjónum sem sáu um heimilið fengi sanngirnisbætur.
Þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í fyrri að fólk sem dvaldi á áttunda áratug síðustu aldar á barnaheimili á Hjalteyri og var beitt gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hjónum sem sáu um heimilið fengi sanngirnisbætur. Vísir

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins.

Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað í apríl í fyrra að fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar yrðu greiddar sanngirnisbætur.

Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um gríðarlegt líkamlegt og andlegt ofbeldi sem hjón sem höfðu umsjón með barnaheimilinu beittu skjólstæðinga sína.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024, sem birt var í morgun, segir að breytingar á fjárheimildum málaflokksins réttaraðstoð og bætur felist annars vegar í 410 milljóna króna tímabundnu framlagi til uppgjörs á sanngirnisbótum vegna misgjörða á vistheimilinu fyrir börn á Hjalteyri. 

Hins vegar 5,2 milljóna króna hlutdeild í aðhaldskröfu málefnasviðsins. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 3.052,2 milljónir króna.


Tengdar fréttir

Á­herslur taka mið af verð­bólgu, að­haldi og for­gangs­röðun

Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald.

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Telja Hjalt­eyrar­hjón hafa byrlað börnum ó­lyfjan í Garða­bæ

Starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum árið 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu, jafnvel allan daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×