Kynlífsmyndband frambjóðanda setur kosningar í Virginíu í uppnám Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2023 15:21 Framboðsmynd Susönnu Gibson sem sækist eftir sæti á fulltrúaþingi Virginíuríkis. Hún segist ekki ætla að láta þagga niður í sér vegna kynlífsmyndbanda. Susanna Gibson Frambjóðandi Demókrataflokksins til fulltrúaþings Virginíuríkis Bandaríkjanna stundaði kynlíf með eiginmanni sínum í beinu streymi. Hún er meðal annars sögð hafa beðið áhorfendur um þjórfé gegn því að hún og eiginmaður hennar myndu framkvæma ákveðnar kynferðislegar athafnir. The Washington Post greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna Gibson, sem er umræddur frambjóðandi, bjóði sig fram í sæti fulltrúadeildinni sem hart er barist um. Fram kemur að streymi parsins hafi verið á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf myndbönd hafi síðan verið vistuð á aðrar klámsíður. Síðasta myndbandið hafi verið vistað í þessum mánuði, en óljóst er hvenær streymin hafi átt sér stað. Sagði peninginn renna til góðs málefnis Líkt og áður segir á Gibson að hafa beðið áhorfendur um þjórfé, sem hægt er að veita í gegnum síðuna, en slíkt brýtur í bága við reglur Chaturbate. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis. Susanna Gibson hefur nú tjáð sig um málið. Hún vill meina að það sé brot á friðhelgi einkalífs hennar að myndböndin séu aðgengileg almenningi. Þá vill hún meina að tilgangur umfjöllunar um málið sé til að niðurlægja hana og fjölskyldu hennar. „Þetta mun ekki draga úr kjarki mínum eða þagga niður í mér,“ er haft eftir henni. „Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ segir Gibson. David Owen er frambjóðandi Repúblikanaflokksins um sama sæti. Hann hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hann segist viss um að málið sé erfitt fyrir Susönnu og fjölskyldu hennar. Um sé að ræða stafrænt kynferðisofbeldi Lögmaður Susönnu hefur jafnframt haldið því fram að dreifing á umræddum myndböndum sé stafrænt kynferðisofbeldi. Líkt og áður segir fjallar Washington Post um málið, en miðillinn tekur sérstaklega fram að jafnan greini miðillinn ekki frá nöfnum þolenda meintra kynferðisglæpa. Í þessu tilfelli hafi hins vegar verið gerð undantekning í ljósi þess að hún hafi streymt efninu sjálf og verið með tæplega sexþúsund fylgjendur á síðunni þar sem þau streymdu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kynlíf Klám Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira
The Washington Post greinir frá þessu. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna Gibson, sem er umræddur frambjóðandi, bjóði sig fram í sæti fulltrúadeildinni sem hart er barist um. Fram kemur að streymi parsins hafi verið á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf myndbönd hafi síðan verið vistuð á aðrar klámsíður. Síðasta myndbandið hafi verið vistað í þessum mánuði, en óljóst er hvenær streymin hafi átt sér stað. Sagði peninginn renna til góðs málefnis Líkt og áður segir á Gibson að hafa beðið áhorfendur um þjórfé, sem hægt er að veita í gegnum síðuna, en slíkt brýtur í bága við reglur Chaturbate. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis. Susanna Gibson hefur nú tjáð sig um málið. Hún vill meina að það sé brot á friðhelgi einkalífs hennar að myndböndin séu aðgengileg almenningi. Þá vill hún meina að tilgangur umfjöllunar um málið sé til að niðurlægja hana og fjölskyldu hennar. „Þetta mun ekki draga úr kjarki mínum eða þagga niður í mér,“ er haft eftir henni. „Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ segir Gibson. David Owen er frambjóðandi Repúblikanaflokksins um sama sæti. Hann hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hann segist viss um að málið sé erfitt fyrir Susönnu og fjölskyldu hennar. Um sé að ræða stafrænt kynferðisofbeldi Lögmaður Susönnu hefur jafnframt haldið því fram að dreifing á umræddum myndböndum sé stafrænt kynferðisofbeldi. Líkt og áður segir fjallar Washington Post um málið, en miðillinn tekur sérstaklega fram að jafnan greini miðillinn ekki frá nöfnum þolenda meintra kynferðisglæpa. Í þessu tilfelli hafi hins vegar verið gerð undantekning í ljósi þess að hún hafi streymt efninu sjálf og verið með tæplega sexþúsund fylgjendur á síðunni þar sem þau streymdu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kynlíf Klám Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira