Innlent

Víga­hnöttur lýsti upp himininn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vígahnötturinn lýsti upp næturhimininn.
Vígahnötturinn lýsti upp næturhimininn. Sævar Helgi

Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, riststjóra Stjörnufræðivefsins, var um að ræða steinvölu að enda 4.500 milljóna ára ferðalag sitt um sólina, með því að brenna upp til agna í um 70 til 100 kílómetra hæð yfir Íslandi.

Sævar segir að steinninn hafi líklegast verið fremur lítill, og sennilega ekki stærri en jarðarber. 

Fréttastofu hafa þegar borist einhverjar tilkynningar frá fólki sem sáu þegar hnötturinn lýsti upp næturhimininn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×