Enski boltinn

Búinn að eyða yfir­­­lýsingunni þar sem hann gagn­rýndi knatt­­spyrnu­­stjórann

Aron Guðmundsson skrifar
Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu.
Jadon Sancho hefur komið sterkur til baka í síðustu leikjum eftir að hafa átt í erfiðleikum á tímabilinu. Vísir/Getty

Jadon Sancho, sóknar­maður enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Manchester United, hefur eytt færslu sinni á sam­fé­lags­miðlum þar sem að hann gagn­rýndi um­mæli Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóra Manchester United, eftir leik liðsins gegn Arsenal á dögunum.

Jadon Sancho var ekki valinn í leik­manna­hóp Manchester United gegn Arsenal og var Ten Hag spurður út í fjar­veru hans á blaða­manna­fundi eftir leik. Þar tjáði Hollendingurinn blaða­mönnum að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið.

Sancho sendi frá sér yfir­lýsingu á sam­fé­lags­miðlum eftir blaða­manna­fundinn, yfir­lýsingu sem hann hefur nú eytt, þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóra­böggli og það ekki í fyrsta sinn:

„Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ó­sannindi. Ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar á­stæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar út í. Ég hef verið gerður að blóra­böggli í langan tíma og það er ekki sann­gjarnt!“ skrifaði Sancho í um­ræddri yfir­lýsingu sem hefur nú verið eytt.

Lands­leikja­hléið í öllum helstu deildum Evrópu er nú af­staðið og snúa leik­menn aftur til sinna fé­lags­liða. For­vitni­legt verður að sjá og heyra á næstu dögum hvort Sancho og Ten Hag hafi grafið stríðs­öxina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×