Á höttunum eftir norðlensku blóði á Dalvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2023 11:48 Hjúkrunarfræðingarnir tóku vel á móti þessum Dalvíkingi í sólinni fyrir norðan í morgun. Blóðbankinn Blóðbankabíllinn er mættur til Dalvíkur eftir óvenjulega dræma þátttöku í heimsókn gærdagsins á Húsavík. Fram undan eru sögulegar heimsóknir bílsins á Hvammstanga og Blönduós. Það getur verið stórt fyrsta skrefið að gefa blóð vitandi að þar bíður manns sprauta. Þótt sekúndustungan reynist einstaka fólki ofviða þá er mikill meirihluti sem nýtur þeirrar tilfinningar að gefa til baka til samfélagsins, og mögulega bjarga mannslífi. „Við förum alltaf tvisvar á ári hingað til Dalvíkur og Húsavíkur. Svo verðum við í næstu viku á Sauðárkróki, förum í fyrsta skipti á Hvammstanga og Blönduós.“ Þetta segir Sigríður Ósk Lárusdóttur hjúkrunarfræðingur sem er hluti af teymi Blóbankabílsins, stödd á Dalvík eftir heldur dræma mætingu á Húsavík í gær. Sem kom á óvart. Allir í berjamó? „Það hefur verið góð þátttaka hérna, bæði á Dalvík eða Húsavík. Við veltum fyrir okkur hvort fólk væri í berjum eða svoleiðis í gær. Við allavega hvetjum fólk til að koma, Ólafsfirðinga og Dalvíkinga til að skjótast til okkar. Við verðum við íþróttahúsið til klukkan fjögur í dag.“ Dyr Blóðbankabílsins standa opnar við íþróttamiðstöðina á Dalvík. Þar fögnuðu heimamenn sætum sigri í fótboltanum um helgina.Blóðbankinn Hún minnir á að blóðgjöf sé ein af undirstöðum heilbrigðisþjónustunnar. „Við þurfum blóðgjafir fyrir hinar ýmsu aðgerðir, þegar verður slys. Þetta er mikið notað við krabbameinsmeðferðir. Við gætum lítið gert ef við hefðum ekki blóð,“ segir Sigríður og hvetur alla heilsuhrausta Dalvíkinga og nærsveitunga átján ára og eldri til að mæta við íþróttahúsið á Dalvík í dag. Gestir Blóðbankans þekkja að þaðan fer enginn svangur heim. Soðbrauð með hangikjöti „Í dag er soðbrauð með hangikjöti og kleinur. Það er reyndar ekki kaffi, við höfum ekki aðstöðu til þess í bílnum. En það er djús.“ Þá eru nýliðar sem reynsluboltar hvattir til að mæta. „Það er tekið sýni við fyrstu komu. Þá er tekin heilsufarsskýrsla og þá getur fólk gefið þegar við komum næst. Eða á Akureyri, við erum með blóðsöfnun á Glerártorgi,“ segir Sigríður og beinir orðum sýnum til fólks með blóð í æðum fyrir Norðan. Þá má bæta því við að fjölmargir landsmenn hafa ekki hugmynd í hvaða blóðflokki þeir eru. Svarið við þeirri spurningu fæst í Blóðbankanum. Blóðgjöf Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. 14. júní 2023 12:48 Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Það tekur 30 mínútur að bjarga mannslífi – Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. 14. júní 2022 07:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það getur verið stórt fyrsta skrefið að gefa blóð vitandi að þar bíður manns sprauta. Þótt sekúndustungan reynist einstaka fólki ofviða þá er mikill meirihluti sem nýtur þeirrar tilfinningar að gefa til baka til samfélagsins, og mögulega bjarga mannslífi. „Við förum alltaf tvisvar á ári hingað til Dalvíkur og Húsavíkur. Svo verðum við í næstu viku á Sauðárkróki, förum í fyrsta skipti á Hvammstanga og Blönduós.“ Þetta segir Sigríður Ósk Lárusdóttur hjúkrunarfræðingur sem er hluti af teymi Blóbankabílsins, stödd á Dalvík eftir heldur dræma mætingu á Húsavík í gær. Sem kom á óvart. Allir í berjamó? „Það hefur verið góð þátttaka hérna, bæði á Dalvík eða Húsavík. Við veltum fyrir okkur hvort fólk væri í berjum eða svoleiðis í gær. Við allavega hvetjum fólk til að koma, Ólafsfirðinga og Dalvíkinga til að skjótast til okkar. Við verðum við íþróttahúsið til klukkan fjögur í dag.“ Dyr Blóðbankabílsins standa opnar við íþróttamiðstöðina á Dalvík. Þar fögnuðu heimamenn sætum sigri í fótboltanum um helgina.Blóðbankinn Hún minnir á að blóðgjöf sé ein af undirstöðum heilbrigðisþjónustunnar. „Við þurfum blóðgjafir fyrir hinar ýmsu aðgerðir, þegar verður slys. Þetta er mikið notað við krabbameinsmeðferðir. Við gætum lítið gert ef við hefðum ekki blóð,“ segir Sigríður og hvetur alla heilsuhrausta Dalvíkinga og nærsveitunga átján ára og eldri til að mæta við íþróttahúsið á Dalvík í dag. Gestir Blóðbankans þekkja að þaðan fer enginn svangur heim. Soðbrauð með hangikjöti „Í dag er soðbrauð með hangikjöti og kleinur. Það er reyndar ekki kaffi, við höfum ekki aðstöðu til þess í bílnum. En það er djús.“ Þá eru nýliðar sem reynsluboltar hvattir til að mæta. „Það er tekið sýni við fyrstu komu. Þá er tekin heilsufarsskýrsla og þá getur fólk gefið þegar við komum næst. Eða á Akureyri, við erum með blóðsöfnun á Glerártorgi,“ segir Sigríður og beinir orðum sýnum til fólks með blóð í æðum fyrir Norðan. Þá má bæta því við að fjölmargir landsmenn hafa ekki hugmynd í hvaða blóðflokki þeir eru. Svarið við þeirri spurningu fæst í Blóðbankanum.
Blóðgjöf Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. 14. júní 2023 12:48 Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Það tekur 30 mínútur að bjarga mannslífi – Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. 14. júní 2022 07:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Blóðgjöf forsenda lífsbjargar í heilbrigðiskerfinu „Án blóðgjafa þá getur heilbrigðiskerfið ekki veitt alla þá þjónustu sem það er að veita í dag,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri hjá Blóðbankanum, þar sem haldið er upp á alþjóðlegan dag blóðgjafa í dag. 14. júní 2023 12:48
Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09
Það tekur 30 mínútur að bjarga mannslífi – Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er haldinn hátíðlegur 14. júní ár hvert. Dagurinn er haldinn til heiðurs blóðgjöfum um heim allan sem gefa af óeigingirni blóð og blóðhluta sem síðan er gefið til sjúkra. 14. júní 2022 07:01