Innlent

Þór þarf ekki til Græn­lands

Árni Sæberg skrifar
Liðsmenn norðurslóðadeildar danska hersins eru á vettvangi.
Liðsmenn norðurslóðadeildar danska hersins eru á vettvangi. SIRIUS/norðurslóðadeild danska hersins

Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær.

Ásgeir Þór Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að þær upplýsingar hafi borist frá björgunarmiðstöðinni í Nuuk að ekki væri þörf á aðstoð áhafnar Þórs. Beðið hafði verið eftir þeim upplýsingum síðan í morgun.

Ásgeir segist þó ekki búa yfir upplýsingum um gang mála á Grænlandi. Unnið hefur verið að því síðan í gær að koma skipinu á flot undir eigin afli. Engar frekari upplýsingar er að fá en þær að góð stemning sé meðal fólks um borð í skipinu þrátt fyrir erfiðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×