Hvetja ríki til að banna inngrip til að stýra veðuröflunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2023 08:57 Sólarupprás í Þýskalandi. epa/Martin Schutt Climate Overshoot Commission, alþjóðleg nefnd sérfræðinga á sviði loftslagsmála, hvetur stjórnvöld heims til að heimila vísindarannsóknir á inngripum í náttúrulega ferla á borð við veðrabreytingar en banna framkvæmd þeirra. Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum. Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Umrædd inngrip, nefnd „geoengineering“ á ensku, eru afar umdeild en áhugi á þeim hefur farið vaxandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á veðurfar. Athygli vekur að tillaga sérfræðinganna nær ekki til föngunar kolefnis úr andrúmsloftinu, sem þeir þvert á móti hvetja til. Þá kalla þeir eftir því að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt og að auknu fjármagni verði varið í að aðlaga samfélagið að áhrifum öfgafullra veðurviðburða. Rannsóknirnar sem sérfræðingarnir vísa til ná meðal annars til tilrauna til að takmarka magn sólargeisla á jörðina, til dæmis með því að stuðla að aukinni endurvörpun skýja eða með speglum í geimnum. Þeir segja hins vegar alltof hættulegt að framkvæmda inngrip af þessu tagi að svo stöddu, vegna ónógrar þekkingar á því hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér. Guardian hefur eftir Pascal Lamy, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og núverandi stjórnarformanni sérfræðinganefndarinnar, að það sé ekki útilokað að það takist að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður en líkurnar á því að það takist ekki séu að aukast. „Þetta veltur á því hvað við gerum,“ segir hann. Tilraunir með áhrif sólar á jörðina séu hins vegar ekki fýsilegar og að grípa verði til aðgerða nú þegar sum ríki séu farin að kanna möguleikann á eigin spýtur. Lamy hvetur ríki heims til að ákveða hvert fyrir sig að banna tilraunastarfsemi af þessu tagi í stað þess að bíða eftir alþjóðlegu og samstilltu átaki. „Það er mín reynsla að það sé tímafrekt,“ segir hann. Rannsóknir á mögulegum inngripum í náttúruöflin ættu að vera gagnsæjar og niðurstöðurnar opnar öllum.
Loftslagsmál Veður Tækni Vísindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira