Enski boltinn

Einn af helstu stjórn­endum Arsenal lætur af störfum eftir tíma­bilið

Aron Guðmundsson skrifar
Vinai Venkatesham (lengst til hægri) ásamt Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal og Edu, yfirmanni knattspyrnumála
Vinai Venkatesham (lengst til hægri) ásamt Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal og Edu, yfirmanni knattspyrnumála Vísir/Getty

Vinai Venka­tes­ham, fram­kvæmda­stjóri Arsenal, mun láta af störfum hjá fé­laginu eftir yfir­standandi tíma­bil. Frá þessu greinir fé­lagið í yfir­lýsingu.

Vinai hóf starfs­feril sinn hjá Arsenal árið 2010 og var fyrir þremur árum síðan gerður að fram­kvæmda­stjóra fé­lagsins.

Á­kvörðun um starfs­lok Vinai liggur hjá honum sjálfum, hann vill nýja á­skorun á sínum starfs­ferli og tíminn sem nú mun líða fram að starfs­lokum hans í lok yfir­standandi tíma­bls mun nýtast for­ráða­mönnum Arsenal til að finna eftir­mann hans í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×