Réttlát umskipti fyrir öll, ekki bara þau efnameiri Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. september 2023 17:01 Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir réttlátari og betri heimi. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að taka mið af því og tryggja það að öll geti tekið þátt í grænu umskiptunum, ekki bara þau efnameiri. Því miður hefur þetta verulega skort í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma stefnir í að ríkisstjórnin nái ekki einu sinni helmingi af loftslagsmarkmiðum sínum. Það ríkir neyðarástand í loftslagsmálum, en ekkert í aðgerðum ríkisstjórnarinnar ber þess merki. Samdráttur í losun nær ekki 55% markmiði ríkisstjórnarinnar heldur stefnir aðeins í 24% samdrátt fyrir árið 2030 miðað við útreikninga Umhverfisstofnunar. Þegar kemur að þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda, þá er langstærsta sneiðin líka sú sem einfaldast er að ná böndum á: losun af völdum vegasamgangna er þriðjungur þeirrar losunar. Hreinorkubílar eru hluti af lausninni, og sá hluti sem mest fjármagn hefur verið lagt í til þessa, en skilvirkustu aðgerðirnar eru svo einfaldar að við höfum öll þekkt þær lengi: að fá fólk til að taka strætó, hjóla og ganga. Auk þess að vera góðar loftslagsaðgerðir þá fylgir þeim svo margt annað jákvætt; þær nýtast fólki óháð efnahag, fólki af ólíkum aldri og þær leyfa yfirvöldum að hanna öruggara og skemmtilegra umhverfi í þéttbýli. Hjólum í aðgerðir Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á því hversu mikið fólk notar reiðhjól sem samgöngumáta og orðið augljóst að með því að styðja við þá þróun er hægt að ná raunverulegum orkuskiptum. Þegar fjármálaráðherra talar um að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins séu ekki lengur til staðar og að endurskoða þurfi sáttmálann, þá er hægt að benda honum á að slík endurskoðun geti aldrei haft annað en eitt í för með sér: að auka vægi almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að það var ekki fyrr en í kringum afgreiðslu fjárlaga 2019 sem ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum – eftir að hafði komið í ljós í svari við fyrirspurn minni að sú aðgerð hefði ekki kostað nema 8% sem á þeim tíma rann til ívilnunar á rafmagns- og tengiltvinnbílum. Árið 2018 – áður en virðisaukaskattur var felldur niður upp að ákveðnu hámarki – voru flutt inn rúmlega 19 þúsund reiðhjól og rafmagnsreiðhjól. Í nýlegu svari við fyrirspurn varaþingmanns Pírata kemur fram að innflutningur hefur aukist jafnt og þétt, þannig að á síðasta ári voru samanlagt flutt inn 22% fleiri reiðhjól og rafmagnsreiðhjól en árið 2018. Rafmagnsreiðhjólin hafa tekið hraustlegt stökk upp á við, 45% aukning hefur orðið í innflutning þeirra á milli áranna 2018 til 2022. Hér er auðveldlega hægt að gera mikið betur. Almenningur er tilbúinn að leggja stjórnvöldum lið við að ná markmiðum í loftslagsmálum. Hámark niðurfellingar á virðisaukaskatti er í dag orðið allt of lágt miðað við það sem góð hjól kosta – og þá sérstaklega góð rafmagnshjól sem gera fólki auðvelt að stunda virka samgöngumáta árið um kring. Áætlað er að þessi skattastyrkur kosti ríkið 325 milljónir á ári. Til samanburðar fengu þrír stærstu styrkhafarnir í Orkusjóði álíka upphæð fyrir helgi, 306 milljónir samanlagt eða þriðjung af því sem Orkusjóður úthlutaði. Þarna er um að ræða stórfyrirtækin Samherja, Ísfélagið og Arnarlax, sem undanfarið hafa skilað gríðarlegum hagnaði, m.a. í krafti þess að þau nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar án þess að greiða eðlilegt gjald fyrir. Auðvitað er mikilvægt að ýta undir orkuskipti í atvinnulífinu. Ef stjórnvöldum finnst hins vegar þurfa að forgangsraða fjármunum er augljóst að fókusinn þarf að breytast – allt fólkið sem knýr reiðhjólabyltinguna áfram hlýtur að eiga skilið meiri stuðning til raunverulegra orkuskipta en þrjú stórfyrirtæki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun