Í tilkynningu segir að Arna hafi síðast starfað hjá Controlant sem Finance ERP sérfræðingur.
„Hún hefur víðtæka reynslu af birgðastýringu, meðal annars fyrir BioEffect og Krónuna. Helstu verkefni Örnu hjá A4 munu snúa að vöruflæði félagsins, eftirliti með innkaupum og innkaupaáætlun og birgðaflæði í verslunum. Að auki mun hún hafa yfirumsjón með þróun á AGR birgðakerfi félagsins og utanumhaldi þess,“ segir í tilkynningunni.