Fótbolti

Valur mætir austurrísku meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valskonur hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð.
Valskonur hafa orðið Íslandsmeistarar þrjú ár í röð. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

St. Pölten hefur orðið austurrískur meistari átta sinnum í röð. Liðið lenti í 3. sæti síns riðils í Meistaradeildinni á síðasta tímabili.

Leikirnir í 2. um­ferð Meistaradeildarinnar fara fram 10. og 11. októ­ber og 18. og 19. októ­ber. Valskonur byrja á heimavelli í einvíginu.

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård mæta Spartak Subotica frá Serbíu. Valur hefði getað mætt Rosengård.

Wolfsburg, silfurlið síðasta tímabils sem Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með, mætir París FC.

Einvígin í 2. umferð Meistaradeildarinnar

  • Valur - St. Pölten
  • Apollon - Benfica
  • Zürich - Ajax
  • Roma - Vorskla
  • Slavia Prag - Olimpia Cluj
  • Spartak Subotica - Rosengård
  • Häcken - Twente
  • Real Madrid - Vålerenga
  • Frankfurt - Sparta Prag
  • Paris - Wolfsburg
  • Man. Utd. - PSG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×