„Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2023 17:00 Tónlistarmaðurinn Patrik situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM. Helgi Ómarsson „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. „Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira