„Tveir stórir karakterar í litlu herbergi, það getur oft endað illa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2023 17:00 Tónlistarmaðurinn Patrik situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM. Helgi Ómarsson „Þetta er smá fyndin saga,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason í samtali við blaðamann um hvernig lagið Skína varð til. Lagið situr á toppi Íslenska listans á FM þriðju vikuna í röð. „Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég og Logi (Luigi) vorum uppi í stúdíói að gera lagið HITIII Á KLÚBBNUM. Við vorum eiginlega búnir að klára það þegar við ákveðum að prófa að gera nýtt lag. Logi er mjög frekur náungi og hann á það til að taka míkrófóninn svolítið einn. Flestir sem maður er með í stúdíóinu passa að skiptast á með míkrófóninn og ég var búinn að leyfa Loga að vera á honum lengi að syngja einhverjar melódíur og gera eitthvað. Svo var komið að mínum tíma til að skína, að ég fengi að syngja eitthvað, og þá var hann alltaf að grípa inn í og trufla mig þannig að ég fór í smá svona fýlu. Af því ég fékk svo lítinn tíma á mic-num og þá snerist stúdíó sessionið yfir í það að ég var í fýlu og við aðeins að rífast.“ Patrik segir að því hafi þeir ekkert náð að meðtaka það sem var að gerast í stúdíóinu. Ingimar, pródúserinn þeirra, hafði þá ákveðið að skerast í leikinn. „Hann sagði bara heyrðu þið getið ekki verið saman. Þið verðið bara að koma í sitthvoru lagi því þið eruð tveir stórir karakterar hérna inni í litlu herbergi, það getur oft endað illa.“ Tæpir tveir mánuðir liðu og voru Patrik og Logi búnir að fara í sitt hvoru lagi upp í stúdíó að taka upp. „Einn daginn spyr Ingimar mig svo hvort hann megi sýna mér það sem hann og Logi hefðu gert daginn áður.“ View this post on Instagram A post shared by prettyboitjokko (@patrikatlason) Patrik samþykkti það og var í fyrstu ekki alveg seldur á það sem hann heyrði. Þangað til hann rekst á lag sem var skráð undir nafninu Skína. „Þá var Logi búinn að syngja þetta viðlag „Haltu áfram að skína. Og ég var bara holy shit þetta er geðveikt lag. Hvaða rugl var í okkur, við vorum ekki að fatta þetta. Ég bað Ingimar að hleypa mér á mic-inn til að gera eitthvað erindi. Úr því varð lagið Skína til. Þetta var erfið fæðing en sem betur fer fundum við þetta lag ofan í skúffu,“ segir Patrik léttur í bragði að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn Tónlist FM957 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira