Gangandi bergmálshellar Erna Mist skrifar 15. september 2023 12:30 Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar