Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 14:35 Kristinn Þorsteinsson er ekki ánægður með skrif Páls Vilhjálmssonar. Stöð 2/Egill/Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum. Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum.
Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira