Íslenski boltinn

Besta upphitunin: Sigur eða fall hjá Keflvíkingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Ólafsdóttir fékk Keflvíkingana Margréti Leu Gísladóttur og Kristrúnu Ýr Holm í myndver.
Helena Ólafsdóttir fékk Keflvíkingana Margréti Leu Gísladóttur og Kristrúnu Ýr Holm í myndver. stöð 2 sport

Fallbaráttan verður í algleymingi á morgun þegar lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna fer fram. Þrjú lið eru í fallhættu.

Selfoss er fallinn en Tindastóll, ÍBV og Keflavík reyna að forðast það að fylgja þeim vínrauðu niður í Lengjudeildina. Á morgun mætast Keflavík og Selfoss annars vegar og Tindastóll og ÍBV hins vegar.

Í tilefni af lokaumferðinni fékk Helena Ólafsdóttir tvo Keflvíkinga til sín í Bestu upphitunina, þær Margréti Leu Gísladóttur og fyrirliðann Kristrúnu Ýri Holm. Þær eru meðvitaðar um stöðuna, að Keflavík verður að vinna Selfoss til að halda sér uppi.

Klippa: Besta upphitunin - 21. umferð

„Það er það eina sem er í boði fyrir okkur, til að bjarga okkur frá falli,“ sagði Kristrún.

Bestu upphitunina fyrir lokaumferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×