Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-0 | Langþráður sigur Blika kemur liðinu upp í annað sætið Hjörvar Ólafsson skrifar 17. september 2023 16:00 vísir/vilhelm Breiðablik lagði Stjörnuna að velli með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í Bestu deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Breiðabliki yfir með frábæru skoti eftir hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Andrea Rut Bjarnadóttir sem rak smiðshöggið á vel útfærða skyndisókn Blikaliðsins þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það var Linli Tu sem var tiltölulega nýkomin inná sem varamaður sem lagði upp mark Andreu Rutar. Liðin berjast um sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili en Blikar hirtu annað sætið af Stjörnunni með þessum sigri. Breiðablik hefur 37 stig í öðru sæti deildarinnar en Stjarnan kemur þar á eftir með 35 stig og Þróttur er svo með 34 stig í fjórða sæti. Breiðablik hafði fyrir þennan sigur ekki haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar. Síðan Blikaliðið laut í lægra haldi fyrir Víkingi í bikarúrslitum 11. ágúst höfðu Blikar gert eitt jafntefli og tapað fjórum í deildinni. Stjarnan var hins vegar á mikilli siglingu fyrir þennan tapleik en liðið hafði ekki beðið ósigur í síðustu átta leikum sínum í deildinni. Stjörnuliðið hefur borið sigurorð í sex leikjum og gert tvö jafntefli síðan liðið tapaði fyrir Þrótti í byrjun júlí. Gunnleifur og Kjartan Stefánsson lögðu leikinn vel upp.Vísir/Breiðablik Gunnleifur: Þessi sigur var gríðarlega langþráður „Þessi sigur gefur okkur mjög mikið. Eftir að hafa verið í langri og brattri brekku finnum við loksins aftur þessa sigurtilfinningu sem skiptir þá sem lifa og hrærast í fótboltanum svo ofboðslega miklu máli. Það er gríðarlega góð stemming í klefanum þessa stundina,“ sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, eftir þennan kærkomna sigur. „Uppleggið gekk fullkomlega upp í þessum leik. Við vildum stýra leiknum með þéttri og góðri varnarvinnu og nota svo gæðin sem eru í liðinu til þess að skapa þau mörk sem þurfti til að vinna. Ég er ofboðslega ánægður með liðið,“ sagði hann enn fremur. „Nú tekur við landsleikjahlé og það er frábært að fara inn í það með sigur í farteskinu. Við tökum nokkra daga til þess að fagna þessum sigri, hlaða batterýin og svo hefjum við undirbúning fyrir lokasprettinn,“ sagði Gunnleifur um framhaldið. Kristján: Vantaði kraft í liðið til þess að skora mörk „Það var eins og mig grunaði að leikmenn liðsins væru orðnir þreyttir eftir mikið leikjálag síðustu vikurnar. Við vorum mikið með boltann og höfðum orku í að koma okkur inn í teiginn hjá þeim en ekki til þess að skapa nógu mörg afgerandi færi eða klára þau færi sem við fengum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Það var blaut tuska að fá markið í andlitið skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar slökknaði á okkur í föstu leikatrði. Við reyndum að fara ofar á völlinn og setja meiri pressu á þær í seinni hálfleik en það gekk bara ekki nógu vel þar sem við höfðum ekki kraft í það,“ sagði hann. „Við gerðum okkur síðan sekar um slæm mistök í seinna markinu og þær refsuðu okkur fyrir það. Þrátt fyrir að ná að setja þrýsting á þær allan leikinn dugði það því miður ekki til," sagði Kristján. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik hjá Stjörnuliðinu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Leikurinn var vel útfærður hjá þjálfarateymi Breiðabliks. Liðið var agað í varnarleik sínum og nýtti svo föst leikatriði og skyndisóknir til þess að skora mörkin sem skildu liðin að. Þar voru það einstaklingsgæði þeirra sem spiluðu framarlega á vellinum sem skiptu sköpum. Hverjar voru bestar á vellinum? Varnarlína Blika stóð sig öll með sóma og þar fyrir aftan varði Telma Ívarsdóttir nokkrum sinnum einkar vel. Katrín sýndi gæði sín í slútti sínu og Andrea Rut var góð bæði í varnarvinnu sinni og þegar hún fékk færið í seinni marki Blika. Betsy Hassett var líflegust í sóknarleik Stjörnuliðsins og þá átti Sædís Rún Heiðarsdóttir nokkra góða spretti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hvað gekk illa? Eftir mikið leikjaálag síðustu tvær vikurnar hafði Stjörnuliðið ekki kraft til þess að setja almennilega pressu á Blikaliðið eða binda endahnútinn á sóknaraðgerðir sínar. Gestirnir sváfu svo illilega á verðinum í báðum mörkum Breiðabliks. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé en það eru svo tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Blikar fá FH-inga í heimsókn laugardaginn 30. september á meðan Stjörnukonur fara norður yfir heiðar og sækja Þór/KA heim á sama tíma. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan
Breiðablik lagði Stjörnuna að velli með tveimur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við í Bestu deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. Katrín Ásbjörnsdóttir kom Breiðabliki yfir með frábæru skoti eftir hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Andrea Rut Bjarnadóttir sem rak smiðshöggið á vel útfærða skyndisókn Blikaliðsins þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Það var Linli Tu sem var tiltölulega nýkomin inná sem varamaður sem lagði upp mark Andreu Rutar. Liðin berjast um sæti í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili en Blikar hirtu annað sætið af Stjörnunni með þessum sigri. Breiðablik hefur 37 stig í öðru sæti deildarinnar en Stjarnan kemur þar á eftir með 35 stig og Þróttur er svo með 34 stig í fjórða sæti. Breiðablik hafði fyrir þennan sigur ekki haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar. Síðan Blikaliðið laut í lægra haldi fyrir Víkingi í bikarúrslitum 11. ágúst höfðu Blikar gert eitt jafntefli og tapað fjórum í deildinni. Stjarnan var hins vegar á mikilli siglingu fyrir þennan tapleik en liðið hafði ekki beðið ósigur í síðustu átta leikum sínum í deildinni. Stjörnuliðið hefur borið sigurorð í sex leikjum og gert tvö jafntefli síðan liðið tapaði fyrir Þrótti í byrjun júlí. Gunnleifur og Kjartan Stefánsson lögðu leikinn vel upp.Vísir/Breiðablik Gunnleifur: Þessi sigur var gríðarlega langþráður „Þessi sigur gefur okkur mjög mikið. Eftir að hafa verið í langri og brattri brekku finnum við loksins aftur þessa sigurtilfinningu sem skiptir þá sem lifa og hrærast í fótboltanum svo ofboðslega miklu máli. Það er gríðarlega góð stemming í klefanum þessa stundina,“ sagði Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, eftir þennan kærkomna sigur. „Uppleggið gekk fullkomlega upp í þessum leik. Við vildum stýra leiknum með þéttri og góðri varnarvinnu og nota svo gæðin sem eru í liðinu til þess að skapa þau mörk sem þurfti til að vinna. Ég er ofboðslega ánægður með liðið,“ sagði hann enn fremur. „Nú tekur við landsleikjahlé og það er frábært að fara inn í það með sigur í farteskinu. Við tökum nokkra daga til þess að fagna þessum sigri, hlaða batterýin og svo hefjum við undirbúning fyrir lokasprettinn,“ sagði Gunnleifur um framhaldið. Kristján: Vantaði kraft í liðið til þess að skora mörk „Það var eins og mig grunaði að leikmenn liðsins væru orðnir þreyttir eftir mikið leikjálag síðustu vikurnar. Við vorum mikið með boltann og höfðum orku í að koma okkur inn í teiginn hjá þeim en ekki til þess að skapa nógu mörg afgerandi færi eða klára þau færi sem við fengum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. „Það var blaut tuska að fá markið í andlitið skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og þar slökknaði á okkur í föstu leikatrði. Við reyndum að fara ofar á völlinn og setja meiri pressu á þær í seinni hálfleik en það gekk bara ekki nógu vel þar sem við höfðum ekki kraft í það,“ sagði hann. „Við gerðum okkur síðan sekar um slæm mistök í seinna markinu og þær refsuðu okkur fyrir það. Þrátt fyrir að ná að setja þrýsting á þær allan leikinn dugði það því miður ekki til," sagði Kristján. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik hjá Stjörnuliðinu í sumar. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Leikurinn var vel útfærður hjá þjálfarateymi Breiðabliks. Liðið var agað í varnarleik sínum og nýtti svo föst leikatriði og skyndisóknir til þess að skora mörkin sem skildu liðin að. Þar voru það einstaklingsgæði þeirra sem spiluðu framarlega á vellinum sem skiptu sköpum. Hverjar voru bestar á vellinum? Varnarlína Blika stóð sig öll með sóma og þar fyrir aftan varði Telma Ívarsdóttir nokkrum sinnum einkar vel. Katrín sýndi gæði sín í slútti sínu og Andrea Rut var góð bæði í varnarvinnu sinni og þegar hún fékk færið í seinni marki Blika. Betsy Hassett var líflegust í sóknarleik Stjörnuliðsins og þá átti Sædís Rún Heiðarsdóttir nokkra góða spretti í vinstri bakvarðarstöðunni. Hvað gekk illa? Eftir mikið leikjaálag síðustu tvær vikurnar hafði Stjörnuliðið ekki kraft til þess að setja almennilega pressu á Blikaliðið eða binda endahnútinn á sóknaraðgerðir sínar. Gestirnir sváfu svo illilega á verðinum í báðum mörkum Breiðabliks. Hvað gerist næst? Fram undan er landsleikjahlé en það eru svo tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Blikar fá FH-inga í heimsókn laugardaginn 30. september á meðan Stjörnukonur fara norður yfir heiðar og sækja Þór/KA heim á sama tíma.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti