Búa í gömlum olíutanki á Rifi með stórglæsilegu útsýni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2023 08:05 Olíutankurinn er einstaklega fallegur og á skemmtilegum stað á Rifi hjá þeim Þóri og Hildigunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau eru ánægð hjónin á Rifi í Snæfellsbæ, sem búa þar í gömlu olíutanki með stórkostlegt útsýni úr tankinum á Snæfellsjökul og út á sjó. Í gömlum Olíutanki frá Skeljungi búa þau Þórir Gunnarsson, matreiðslumaður og Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt. Þau eru alsæl í íbúðarhúsi sínu í tankinum. „Þetta er flottasta staðsetning, sem til er. Ég held allavega á Íslandi og jafnvel á jörðinni. Við héldum reyndar fyrst að við yrðum alltaf glápandi á Snæfellsjökul því við höfum bæði haldið mikið upp á hann en það er sjórinn sem heillar algjörlega, hann er alveg síbreytilegt listaverk,” segir Hildigunnur. Olíutankurinn kom á Rif upp úr 1960 og þjónaði meðal annars hafnarsvæðinu. Neðri hæðin hjá Þóri og Hildigunni er rétt tæpir 100 fermetrar og efri hæðin er um 80 fermetrar. En hvernig er að búa í olíutanki? „Dásamlegt, algjör draumur,” segir Þórir og Hildigunnur bættir við. „Húsið inn í tankinum stendur á fjórum stálsúlum og hangir svo í tankinum og þá er ekki hægt að nota sömu byggingarefni og maður notar í venjulegu timburhúsi eða steinhúsi.” „Maður er ekki heldur sendur út í horn, þú ert ekki hornreka hér,” segir Þórir skellihlæjandi. HildiGunnur og Þórir eru svo stolt og ánægð með það að búa í olíutanknum. Bæði segja þau að útsýnið sér stórkostlegt úr tanknum en að það sé sjórinn sem heilli allra mest þó það sé alltaf líka gaman að horfa til Snæfellsjökuls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sjáið þið framtíð ykkar hérna í olíutanknum? „Að búa hér á meðan við getum gengið stiga svo verðum við bara að meta stöðuna. Það er ekkert mál að setja lyftu í tankinn”, segir Þórir. En hvað er best við Snæfellsbæ? „Fólkið, náttúran, jökulinn og sjórinn,” segir þau bæði alveg samtaka. Mögnuð hjón á Rifi í Snæfellsbæ í olíutanknum. Svo hress og skemmtileg og alltaf brosandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Hús og heimili Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í gömlum Olíutanki frá Skeljungi búa þau Þórir Gunnarsson, matreiðslumaður og Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt. Þau eru alsæl í íbúðarhúsi sínu í tankinum. „Þetta er flottasta staðsetning, sem til er. Ég held allavega á Íslandi og jafnvel á jörðinni. Við héldum reyndar fyrst að við yrðum alltaf glápandi á Snæfellsjökul því við höfum bæði haldið mikið upp á hann en það er sjórinn sem heillar algjörlega, hann er alveg síbreytilegt listaverk,” segir Hildigunnur. Olíutankurinn kom á Rif upp úr 1960 og þjónaði meðal annars hafnarsvæðinu. Neðri hæðin hjá Þóri og Hildigunni er rétt tæpir 100 fermetrar og efri hæðin er um 80 fermetrar. En hvernig er að búa í olíutanki? „Dásamlegt, algjör draumur,” segir Þórir og Hildigunnur bættir við. „Húsið inn í tankinum stendur á fjórum stálsúlum og hangir svo í tankinum og þá er ekki hægt að nota sömu byggingarefni og maður notar í venjulegu timburhúsi eða steinhúsi.” „Maður er ekki heldur sendur út í horn, þú ert ekki hornreka hér,” segir Þórir skellihlæjandi. HildiGunnur og Þórir eru svo stolt og ánægð með það að búa í olíutanknum. Bæði segja þau að útsýnið sér stórkostlegt úr tanknum en að það sé sjórinn sem heilli allra mest þó það sé alltaf líka gaman að horfa til Snæfellsjökuls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig sjáið þið framtíð ykkar hérna í olíutanknum? „Að búa hér á meðan við getum gengið stiga svo verðum við bara að meta stöðuna. Það er ekkert mál að setja lyftu í tankinn”, segir Þórir. En hvað er best við Snæfellsbæ? „Fólkið, náttúran, jökulinn og sjórinn,” segir þau bæði alveg samtaka. Mögnuð hjón á Rifi í Snæfellsbæ í olíutanknum. Svo hress og skemmtileg og alltaf brosandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Hús og heimili Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira