Innlent

Jón Gunnar Ottós­son er látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jón Gunnar Ottósson, var forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um árabil.
Jón Gunnar Ottósson, var forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands um árabil. Vísir

Jón Gunnar Ottós­son, fyrr­verandi for­stjóri Náttúru­fræði­stofnunar Ís­lands er látinn. Hann var 72 ára að aldri.

Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu. Jón hóf störf sem for­stjóri stofnunarinnar árið 1994. Hann hafði starfað í faginu hjá ríkinu allt frá því að hann varði doktors­rit­gerð sína um sam­skipti skor­dýra og burkna frá Há­skólanum í Exeter á Eng­landi árið 1981.

Jón Gunnar fæddist á Akur­eyri og lauk stúdents­prófi frá Mennta­skólanum við Hamra­hlíð árið 1970. Hann lauk svo B.Sc. gráðu í líf­fræði frá Há­skóla Ís­lands.

Jón Gunnar kom víða við á ævi sinni, hann starfaði meðal annars sem stunda­kennari við gagn­fræða­skólann á Varm­á í Mos­fell­s­veit, var starfs­maður Líf­fræði­stofnunar HÍ, kennari við Mennta­skólann í Hamra­hlíð og Fjöl­brauta­skólann í Breið­holti.

Hann var auk þess sér­fræðingur á rann­sóknar­stöð Skóg­ræktar ríkisins á Mó­gils­á og for­stöðu­maður stofnunarinnar frá 1982-1990. Þá var hann sér­fræðingur hjá um­hverfis­ráðu­neytinu árið 1990 og átti sæti í náttúru­verndar­ráði árin 1983 til 1987 auk þess sem hann sat í ýmsum ráðum og nefndum tengdum náttúru­vernd, skóg­rækt og land­græðslu.

Jón Gunnar lét af störfum sem for­stjóri Náttúru­fræði­stofnunar Ís­lands árið 2020. Hann sat eftir það í stjórn Vina ís­lenskrar náttúru. Jón lætur eftir sig þrjú upp­komin börn, þau Auði, Rann­veigu og Ara Klæng, auk tveggja stjúp­barna þau Ás­laugu Hönnu og Frí­mann Birgi.

Dóttir Jóns, Auður Jóns­dóttir rit­höfundur, minnist föður síns með hlýju á sam­fé­lags­miðlinum Face­book og deilir við­tali Kjarnans við Jón Gunnar frá því fyrir tveimur árum í til­efni af því þegar hann lét af störfum sem for­stjóri Náttúru­fræði­stofnunar.

„Ég á eftir að skrifa um þann ein­læga og gáfaða hug­sjóna­mann sem hann var. En þetta við­tal hér, sem var tekið fyrir fá­einum árum, er minnis­varði um merki­legt lífs­starf og magnaðan mann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×